Hvað er skríðandi í þínu rúmi?

Hvað er skríðandi í þínu rúmi?

Við eyðum um þriðjungi lífsins upp í rúmi. Svo það segir sig eiginlega sjálft að skipta þurfi oft á rúminu. Hugsaðu um, slef, svita, flösu og annað sem farið getur í lak eða sængurver. Mælt er með að skipta á rúmi einu sinni í viku, þú getur komist upp með að gera þetta aðra hvora viku. Í nýlegri rannsókn kom fram að bandaríkjamenn skipta á rúmum sínum að meðal tali á 25 daga fresti.

Það sem getur verið skríðandi í rúminu þínu

Það hrynja að meðaltali um 500 húðfrumur af okkur daglega. Megnið af þeim fer af okkur á meðan við sofum. Allar þessar dauðu húðfrumur hlaðast upp í rúminu, þær renna undir lakið og allstaðar sem þær komast. Þá koma litlir rykmaurar sem eru ofsalega hamingjusamir með allar þessar húðfrumur og byrja að borða. Rykmaurar skilja eftir í rúminu úrgangin úr sér og getur þessi úrgangur t.d haft áhrif á ofnæmi, astma og húðkláða eins og t.d exem. Ef þú veist að þú ert með ofnæmi fyrir rykmaurum þá skaltu skipta vikulega á rúminu og þvo alltaf allt á 60 gráðum eða heitar ef má.

Gæludýrin

Fær gæludýrið að sofa uppí? Hunda eða kattahár eru extra fæða fyrir rykmaura. Hundar sem hafa húðsjúkdóm kallaður mange – húðskorpnun/hárlos geta dreift rykmaurum þannig að þeir komast undir húðina á þér. Það er afar óþæginlegt, mikill kláði og útbrot. Gæludýrin þín geta einnig borið með sér ákveðna sveppasýkingu sem kallast hringormur í feldi og það er sérlega ógeðslegt. Skiptu einu sinni í viku eða oftar um á rúminu ef gæludýrin fá að sofa upp í og mundu að þvo á 60 gráðum eða meiru.

Rúm „félagar“ sem bera bakteríur

Dauðar húðfrumur, sviti, slef og fleira getur breytt þæginlega rúminu þínu í svæði þar sem bakteríur grassera. Má nefna að í einu prófi sem tekið var af koddaveri sem hafði ekki verið þvegið í viku höfðu um 17.000 meiri bakteríuhópa heldur en sýni sem tekið var að klósettsetu.

Bólur á morgnana

Er húðin á þér slæm og þú skilur ekki afhverju? Þú gætir mjög sennilega kennt óhreinu koddaveri um það. Óhreinindi, dauðar húðfrumur og baktería stíflar svitaholurnar. Ef þú ert alltaf að vakna með bólur og húðin lagast ekkert þá skaltu skipta um koddaver annað til þriðja hvern dag.

Veikindi

Ef þú eða maki/kærasti hafið verið lasin þá skal skipta strax á rúmi til að þvo burtu bakteríur sem geta enn legið í dvala í rúminu þínu. Flestar bakteríur eða vírusar geta lifað á laki, kodda eða sæng í nokkra klukkutíma. Mundu, skipta á rúmi ef það hafa verið veikindi í gangi, þú verður fyrr frísk/ur.

Koddinn þinn

Koddinn þinn getur verið fullur af svepp. Ákveðnar tegundir af þessum svepp geta verið hættulegar þeim sem þjást af astma. Ef það má þvo koddann þinn þá skaltu gera það a.m.k tvisvar á ári. Vertu viss um að hann skolist vel og þorni ALVEG til að koma í veg fyrir myglu.

Lakið og hitt

Það eru fleiri hlutir sem geta gert rúmið þitt frekar óaðlaðandi. Þvoðu sængurver, lak og koddaver vikulega eða oftar ef þú:

Sefur nakin/n

Borðar upp í rúmi

Börnin sofa uppí

Svitnar mikið á nóttunni

Leyfðu sængum og rúmi að „anda“

Þú hefur eflaust heyrt að best sé að byrja daginn á að búa um rúmið. En það er ekki alveg rétt. Raki getur myndast undir sængum og rúmteppi ef búið er um rúm á hverjum morgni. Þegar þú vaknar þá skaltu draga sængur af rúminu og gefa laki og dýnu möguleika á að þorna. Búðu svo um rúmið eftir morgunverð. Þetta gerir það að verkum að rúmið verður ekki freistandi fyrir bakteríur eða rykmaura.

Mælt með þessu

Þvoðu ávallt af rúminu þínu skv. leiðbeiningum á sængurverasettum og laki. Einnig er mælt með að þurrka svo í þurrkara því hitinn í þurrkaranum drepur einnig sýkla sem gætu hafa lifað af þvottinn.

Óhreinar sængur og koddar

Sumar sængur og koddar þola ekki þvott í þvottavél. Ávallt lesa leiðbeiningar áður en þú ferð að troða þessu í þvottavélina.

Hér eru góð ráð til að halda svefnherberginu ávallt fersku og hreinu:

Sængur og teppi – þvo sex sinnum á ári.

Yfir dýnan – þvo fjórum sinnum á ári.

Ryksugaðu dýnuna þína líka reglulega til að ná burtu ryki og óhreinindum. Einnig er mjög gott að nudda matarsóda á dýnu og láta liggja á í um hálftíma og ryksuga svo af. Ég persónulega set lavender dropa saman við matarsódann því þá ilmar rúmið afar vel og lavender er þekkt fyrir að róa hugan og stuðla að betri svefn.

Pöddur sem lifa í rúminu

Þessar pöddur koma ekki upp í til þín vegna óhreininda eða tandurhreins rúms. Þær koma upp í því þær eru hrifnar af þér. Þær þrífast best á heitum stöðum eins og t.d nálægt fólki, svo rúmið þitt er þeirra uppáhalds staður. Þær skríða af stað á nóttunni og nærast á þínu blóði. Þú vaknar eflaust með bit og mikinn kláða í því. Besta leiðin til að losna við þessa óværu er að henda öllu af rúminu í þurrkarann á háan hita í rúmlega hálftíma. Þessar pöddur geta komið með þér heim úr ferðalögum, sumarbústöðum og slíku. Þó paddan lifi ekki ferðalagið af þá skilur hún eftir egg sem lifa af.

Birt í samstarfi við Heilsutorg - Smelltu hér til að lesa meira.

Nýjast