Hristingur: Síðdegis Sprengja

Einfalt, hollt og gott!

Hristingur: Síðdegis Sprengja

Þegar sætindaþörfin og síðdegis-slenið svífur yfir er tilvalið að henda í þennan holla hristing.

Það sem þú þarft að eiga:

 • Frosinn banana
 • Möndlusmjör
 • Döðlur eða Döðlusýróp
 • Möndlumjólk
 • Espresso skot
 • Tahini
 • Grænkál (Frosið eða ferskt)
 • Sjávar-salt

Aðferð:

 • Setjið eftirfarandi hráefni í blandara og bíðið spennt eftir því að sjá mosa-græna litinn myndast
 • 1 lúka/bolli af grænkáli
 • 1 frosinn banani, 
 • 200 ml möndlumjólk
 • 1 tsk tahini
 • 1 tsk möndlusmjör
 • 1 tsk döðlusýróp (eða 1 fínt-saxaða döðlu)
 • Örlítið sjávar-salt
 • 1 espresso skot

 

Tips: Hentugt er að frysta saman í poka 1 lúku af grænkáli og 1 niðurskorinn banana þannig að það geymist lengur og fljótlegt sé að grípa í.
Það má vissulega sleppa grænkálinu í þessari uppskrift og þá verður þessi hristingur enn meira sælgæti.

 

Verði ykkur að góðu !

Hófý

Nýjast