Hafragrautur af hjartans list

Hollur, einfaldur og góður

Hafragrautur af hjartans list

Hafragrautur er staðgóður og trefjaríkur morgunmatur sem aðstoðar við losun líkamans á eiturefnum. Þessi grautur er líka bragðgóður, fljótlegur og í miklu uppáhaldi hjá fólkinu mínu.

Það sem þú þarft að eiga:

 • Hafrar
 • Chia-fræ
 • Fínt möluð hörfræ
 • Kókosolía
 • Möndlumjólk
 • Fersk/Frosin Ber

Aðferð:

 • Setjið 1 dl af tröllahöfrum
 • 1 msk af fínt möluðum hörfræjum
 • 1 msk af chia-fræjum
 • 1 msk af kókosolíu í pott.
 • Bætið næst við 2 ½ dl af vatni og setjið á helluna á miðlungs hita. Þegar blandan er farin að mýkjast og mynda graut er bætt við 1 ½ -2 dl af möndlumjólk og hrært af hjartans list!
 • Sjálfri þykir mér gómsætt að skella ferskum jarðaberjum og bláberjum ásamt möndlumjólk á grautinn en það er einnig lostæti að setja frosin bláber og möndlumjólk.

Tips:
Þeir sem eru á hraðferð á morgnanna geta létt sér lífið og skellt höfrum, hörfræjum, chia-fræjum, kókosolíu og vatni í pott kvöldið áður og kveikt undir þegar þeir vakna. Dassað svo smá möndlumjólk við þegar blandan hitnar og gúffað þessu í sig (líklega á hlaupum)! 

Verði ykkur að góðu !

Hófý Björnsdóttir

Nýjast