Gólfþrif – helstu ráðleggingar

Gólfþrif – helstu ráðleggingar

Það skiptir miklu máli að hugsa vel um gólfefnin. Góð umhirða og rétt hreinsiefni veitir gólfinu vörn gegn tjóni og lengir líftíma þess. Rétt umhirða á gólfefnum sparar peninga þegar á lengri tíma er litið, gólfið lítur betur út og umhverfið verður heilsusamlegra við að fjarlægja reglulega óhreinindi. 

 

Það fer eftir gólfefni hvaða hreinsiefni verða fyrir valinu en það eru nokkur atriði sem flest gólfþrif eiga sameiginlegt og er það undirbúningurinn.

 

Undirbúningur

  • Athugaðu hvort það séu skemmdir á gólfinu sem þarfnast lagfæringar.
  • Fjarlægðu hluti úr herberginu sem eru færanlegir. Verið varkár þegar húsgögn og aðrir stórir hlutir eru fluttir til að koma í veg fyrir skemmdir á gólfum og veggjum.
  • Áður en gólf eru bónuð eða lökkuð þarf að hreinsa allt ryk með því að ryksuga svæðið eða sópa.
  • Fyrst þarf að þrífa gólfið með vatni og gólfsápu. Það skal varast að bleyta gólf of mikið.
  • Best er að strjúka yfir með þurri moppu eða ryksuga eftir þrifin svo að rakinn fari sem fyrst úr gólfinu.

 Það fer síðan eftir gólfefni hvað er gert næst. Best er að fá upplýsingar hjá fagaðilum hvaða efni skal nota fyrir hvaða gólfefni. 

Skemmtið ykkur vel

Nýjast