Getur verið að fuglar séu líka fólk?

Valgeir Guðjónsson einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, tónskáld og textahöfundur með meiru verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Getur verið að fuglar séu líka fólk?

Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Sjöfn Þórðar
Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður og Sjöfn Þórðar

Bakkastofa er menningarsetur á Eyrarbakka sem er starfrækt af hjónunum Ástu Kristrúnu og Valgeiri Guðjónssyni, ásamt börnum þeirra. Bakkastofan býður upp á margvíslega menningarstarfsemi á borð við sagnavökur, tónleika, námskeið og meira til.  Það skemmtilega við Bakkastofu er að þetta er líka heimili þeirra hjóna og hingað fá gestir að koma og njóta gestrisni þeirra, fjölbreyttrar dagskrár og koma inn á heimili þeirra þar sem hver hlutur á sér sögu.

Valgeir er þekktur listamaður og fær svo sannarlega að njóta sín í listamanns hlutverkinu. Hann er þekktur fyrir lög sín og texta, sérstaklega Stuðmannalögin. Valgeir hefur haldið tónleika undanfarin fimm ár sem má segja að hlúi að náttúrunni sem er svo sterk á Bakkastofu við Eyrabakka en þeir bera yfirskriftina „Eru fuglar líka fólk“  Valgeir hefur samið lög við texta eftir Jóhannes úr Kötlum. „Skáldið ótrúlegt næmi fyrir tilfinningum og því mannlega og yfirfærði það yfir á fugla eða dýr. Þannig að þegar þú lest kvæði Jóhannesar finnurðu samsvörun með dýrunum og það er hollt bæði út frá þroska- og náttúruvitund,“ segir Valgeir og leyfir okkur að njóta brots af því sem hann hefur verið að semja. Það má með sanni segja að á Bakkastofu svífi rómantíkin í loftinu og hafið og náttúran spila stórt hlutverk á þessum fallega stað.

Nýjast