Gamla fólkið flytur úr borginni

Guðbergur Guðbergsson fasteignasali er gestur Heimilisins í kvöld:

Gamla fólkið flytur úr borginni

Gamla fólkið á höfuðborgarsvæðinu er í auknum mæli farið að flytja til kaupstaðanna fyrir austan fjall, ellegar suður með sjó og upp á Skaga, en með því móti þarf það ekki að binda jafn mikla fjármuni í nýrri fasteign og ef það hefði verið um kyrrt í borginni.

Þetta kemur fram í máli Guðbergs Guðbergssonar, fasteignasala á Bæ, sem rekur stofur sínar jafnt í Kópavogi og Selfossi, en hann er gestur sjónvarpsþátttarins Heimilið á Hringbraut í kvöld, sem fjallar um kaup og sölu fasteigna, húsnæðis- og skipulaagsmál og rekstur heimilisins.

Guðbergur tekur sem dæmi að eldra fólk sem eigi kannski 70 milljóna króna einbýlishús á borgarsvæðinu geti hæglega keypt sér 30 milljóna króna 100 fermetra raðhúsaíbúð á Selfossi, en sambærileg eign í nýju fjölbýlishúsi í Reykjavík geti hæglega kostað jafn mikið og gamla einbýlishúsið.

Og þar sem húsnæði er alla jafna helsti lífeyrir fólks geti það með þessum hætti losað um miklu meiri fjármuni, flytji það sig um set til bæjanna í kringum höfuðborgarsvæðið.

Heimilið byrjað klukkan 20:00.

Nýjast