Ferskasti sumarkokteillinn sem heillar gestina upp úr skónum

Matarást Sjafnar

Ferskasti sumarkokteillinn sem heillar gestina upp úr skónum

Sumarkokteillinn í ár Limoncello Spritz
Sumarkokteillinn í ár Limoncello Spritz

Veðrið hefur leikið við landsmenn í sumar og verið mörgum hvatning til að halda grillveislur og skemmtileg kokteilboð. Sjöfn Þórðar heimsótti Gunnlaug P. Pálsson, lífskúnstner og vínsérfræðing á dögunum og fékk hann til að segja okkur frá sínum uppáhalds kokteil þessa dagana. Þessi kokteill er hreinasta snilld, ferskur og ljúfur undir tönn. Þessi blanda á eftir að heilla gestina upp úr skónum.  „Minn uppáhalds kokteill þessa dagana er Limoncello Spritz. Limoncello er vinsælasta eftirréttavín Ítala og Limoncello er margt til lista lagt, meðal annars sem líkjör í þennan kokteil. Einnig er líkjörinn tilvalinn í eftirrétti, til dæmis í sorbet,” segir Gunnlaugur og er hinn ánægðasti með fjölhæfni þessa góða líkjörs.

Í Limoncello sítrónulíkjörinn, sem kemur frá Suður Ítalíu, eru aðeins notaðar sítrónur. Hann er sérstaklega ódýr í framleiðslu þar sem að í hann þarf aðeins vatn, sykur, sítrónur og alkóhól. Limoncello er einstaklega bragðgóður drykkur, sérstaklega sem eftirréttarvín og gleður bæði bragðlauka og auga. Drykkurinn er mjög vinsæll á Ítalíu og víðs vegar um heiminn.   

Meðfylgjandi er uppskriftin af Limoncello Spritz:

Limoncello Spritz

  • 6 cl Luxardo Limoncello
  • 9 cl Prosecco

 Fyllið fallegt glas með ísmolum og hellið vökvanum yfir, hrærið.  Skreytið með sítrónusneið og myntu. Njótið af ábyrgð.

Nýjast