Breytt útlit með bílasprautun

Húsgögn fá nýtt glæsilegt útlit með bílasprautun

Breytt útlit með bílasprautun

Sófaborð fékk nýtt útlit með bílasprautun
Sófaborð fékk nýtt útlit með bílasprautun

Sumir velja að fara nýjar leiðir þegar það kemur að því að breyta til. Bryndís býr í fallegri, vel skipulagðri íbúð í Hátúni og hefur dundað sér við að innrétta hana frá því að hún keypti hana fyrir tveimur árum. Í forstofunni er stór fataskápur sem hún vildi gefa nýtt líf. Hún tók hurðirnar niður, pússaði þær og fór með þær í bílasprautun. Hún vildi hafa forstofuna bjarta og valdi því gulan háglans lit á skápinn. Hún keypti demantslaga húna í netverslun og skipti út. Útkoman er stórglæsileg og gefur forstofunni mjög einstakt útlit. Hún fór einnig með sófaborð úr Rúmafatalagernum í sömu meðferð og valdi pastel bláan lit á það. Einstaklega skemmtileg breyting.

 

Nýjast