Leyndarmál veitingahúsanna: Uppskriftir frá Bryggjunni brugghús

Þriðji þátturinn með Völu Matt og Garra:

Leyndarmál veitingahúsanna: Uppskriftir frá Bryggjunni brugghús

Í þriðja þættinum í þáttaröðinni Leyndarmál veitingahúsanna förum við og skoðum hönnunina á nýja veitingastaðnum Bryggjan brugghús úti á Granda. Við skoðum óvenjulega og flotta hönnun staðarins og bruggaðstöðu inní miðjum veitingasal. Við förum í eldhúsið þar sem Margrét Ríkharðsdóttir matreiðslumeistari og snillingur sýnir okkur nokkur kokkatrix og kennir okkur meðal annars að búa til sérkennilegan desert þar sem ís og poppkorn koma við sögu. Ótrúlega gott!

Þættirnir Leyndarmál veitingahúsanna eru unnir í samstarfi við Garra. Uppskriftir úr þætti þrjú má sjá hér að neðan.

 

Desert

MOM eða milk of madagascar

Milk of madagascar súkkulaði frá omnom

Vanilluís, ég mæli með ís frá Valdísi

Saltaðar möndlur eða salthnetur

Karamellu popp er hægt að fá í búrinu frá ástríki

Soðið er upp á 150 GR af rjóma, þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af og súkkulaðinu bætt við í molum, þessu er svo hrært saman út frá miðju með sleikju eða skeið

Salthnetur eða möndlur er sett i botninn, vanilluís kúla ofan á svo er toppað með sósunni og þar á eftir karamellupopp

Njótið

 

Bjórsoðin bláskel

Hentar fyrir 2

1 kg bláskel fersk eða frosin ( fersk ef hún er í boði )

60 GR af fennel smátt skorinn

Hvítlaukur 15 GR

Eldpipar rauður 15 GR

1 stk Sítróna

Ljós bjór eða hveitibjór 2 flöskur ég nota bryggju lager

Kóriander eða aðrar ferskar jurtir

Byrjum á því að svita fennel, hvítlauk og eldpipar

Þá setjum við skelina útí og hellum loks bjórnum yfir

Þá er gott að kreista hálfa sítrónu yfir

Skelin er elduð á háum hita þar til hún byrjar að opna sig þá lækka eg örlítið undir og leyfi henni að vera á lágum hita í 1-2 mínútur

Skelin er annað hvort borin fram í pönnunni eða sett fallega i diska og toppuð með kóriander eða annari ferskri jurt og sítrónu

Það er æðislegt að vera með franskar til hliðar til þess að dýfa í soðið eða gott brauð

Verði ykkur að góðu

 

Bjórsoðinn svína hnakki

500 GR svína hnakki

4 flöskur af dökkum bjór eða rauð öl ( má líka nota ljósan bjór )

Ferskar jurtir eftir smekk

Afskurður af grænmeti ef svoleiðis er til

2 laukar

4 hvítlauksgeirar

Svína hnakkinn er settur í djúpt ílát með kryddum og grænmeti og bjórnum hellt yfir , þessu er svo komið inn í ofninn á 80 Gráður yfir nótt um morguninn þá má lækka niður i 65-70 gráður þetta má svo vera i ofninum fram að kvöldmat. Þegar komið er að kvöldmat er hnakkinn rifinn niður og settur í pott og vellt upp úr góðri bbq sósu og salti og pipar

Gott er að vera búin að skera í pico De gallo og hafa með

Paprika 1 stk smátt skorin

Tómatur 3 stk smátt skorin kjarninn tekinn frá

Rauðlaukur 1 stk smátt skorinn

Jalapeno smátt skorið eftir smekk

Kóriander hálft búnt eða eftir smekk

Limesafi úr 1 lime

Þessu er svo öllu blandað saman

Þá er bara að hita soft taco, smá salat ofan á, rifna kjötið og toppað með pico De gallo

Nýjast