Heimili

Fyrsti þátturinn með Völu Matt og Garra:

Uppskriftir frá Eyþóri kokki á Bazaar

Í fyrsta þætti Leyndarmáls veitingahúsanna með Völu Matt, fóru Valgerður og Haukur Sigurbjörnsson tökumaður, á veitingahúsið Bazaar Oddson. Þar skoðaði Vala hönnun staðarins og einstaka hönnunargripi, sem eru sér hannaðir fyrir staðinn og fengnir alls staðar að úr heiminum. ,,Þetta var dálítið eins og myndlistarsýning," sagði Vala um gerð þáttarins. Í eldhúsinu á Bazaar ræður ríkjum sjónvarpskokkurinn vinsæli Eyþór Rúnarsson, sem galdrar fram nokkra dýrindis rétti: Hann matreiðir saltfisk á mjög nýstárlegan hátt. Hann gerir einstakan pastarétt með fennel og svo dásamlegt panna cotta. Síðan kennir hann áhorfendum nokkur kokkatrix, meðal annars fyrir bestu sósuna í heimi, þar sem parmesanostur kemur við sögu. Þættirnir eru á dagskrá Hringbrautar kl.20 á fimmtudagskvöldum, en hér eru nokkrar uppskriftir sem við fengum frá Eyþóri.

Annar þátturinn með Völu Matt og Garra:

Uppskriftir frá Sollu á Gló

Í þætti tvö af Leyndarmál veitingahúsanna förum við í Gló í Fákafeni þar sem hannaður hefur verið markaður, kaffihús, verslun og veitingastaður eins og víða hefur verið gert erlendis. Við skoðum hráa iðnaðarlega hönnunina og svo fáum við nokkur kokkatrix hjá margverðlaunaða sjónvarpskokkinum vinsæla Sollu Eiríks. Hún býr til ævintýralega góða Raw Brownie. Og svo mun hún einnig meðal annars kenna okkur að búa til lasagna og bestu pesto sósur í heimi!

Þriðji þátturinn með Völu Matt og Garra:

Leyndarmál veitingahúsanna: Uppskriftir frá Bryggjunni brugghús

Í þriðja þættinum í þáttaröðinni Leyndarmál veitingahúsanna förum við og skoðum hönnunina á nýja veitingastaðnum Bryggjan brugghús úti á Granda. Við skoðum óvenjulega og flotta hönnun staðarins og bruggaðstöðu inní miðjum veitingasal. Við förum í eldhúsið þar sem Margrét Ríkharðsdóttir matreiðslumeistari og snillingur sýnir okkur nokkur kokkatrix og kennir okkur meðal annars að búa til sérkennilegan desert þar sem ís og poppkorn koma við sögu. Ótrúlega gott!

Fjórði þáttur Völu Matt og Garra:

Uppskriftir: Leyndarmál veitingahúsanna Gallerý Holt

Í þætti fjögur af Leyndamál veitingahúsanna förum við í einn elsta og sérstakasta veitingastað landsins Gallery Holt. Innréttingarnar hafa haldist klassískar í áratugi og þar er eitt merkasta og flottasta einkasafn af íslenskum málverkum sem gefur staðnum alveg einstaka stemningu. Og í eldhúsinu ræður ríkjum Friðgeir Ingi Eiríksson sem hélt Michelin stjörnu

Fann fyrir skömm á Íslandi: Neitaði að vera á myndum með kærastanum - „Að heimsækja Ísland átti að vera besta ferð lífs míns“

Amy Hodgson var í fríi á Íslandi þegar hún tók ákvörðun um að breyta um lífsstíl eftir að starfsmaður Bláa Lónsins rétti henni slopp í stærðinni XXL.

Hildur vann Golden Globe verðlaun fyrir tónlist sína í Joker

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í nótt verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker á Golden Globe verlaunaafhendingunni.

Alda Karen bregst við Skaupinu: Vill finna geim­fara með frunsu og njálg til að kela við

Á­hrifa­valdurinn Alda Karen Hjalta­lín var tekin fyrir í Ára­móta­skaupi RÚV og svarar gríninu á Insta­gram sínu sinni.

Sigmundur hættir í stjórnmálum og nýtt líf kviknar hjá Bjarna Ben

Nýtt líf kviknar á árinu 2020 hjá Bjarna Ben og Sigmundur hættir í stjórnmálum. Svanhildur Hólm verður útvarpsstjóri og Friðrik Dór fer fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Heilsutorg.is

Rauðlaukssulta – alveg rosalega góð: Uppskrift

Föðursystir mín hún Ásdís gaf mér krukku af þessari heimatilbúnu rauðlaukssultu og það var slegist um krukkuna mætti eiginlega segja.

Móðir Sæunnar hætti að borða til að flýta fyrir dauðanum: Tók hana 45 daga að deyja - „Ég var skelfingu lostin“

„Hún hafði verið lífsleið í nokkur ár, hún var alveg hraust en búin að missa sjón, bragð- og lyktarskyn. Hún vissi að að það stefndi bara í eina átt - í dauðann - en það gerðist ekki nógu markvisst að hennar smekk. Það sem hún óttaðist líka meira en dauðann var að verða veik og ósjálfbjarga.“

Piparkökurnar í miklu uppáhaldi hjá Berglindi Hreiðars og ómissandi í aðventunni

Veislubók Berglindar er algjör klassiker: Afrakstur áralangrar ástríðu um hvernig góða veislu skal gjöra

Friðrik Dór og Lísa eignuðust aðra dóttur

Drekktu þetta og náðu 90 mínútna lengri svefn á nóttunni

Uppskrift af gómsætri rauðlaukssultu - Tilvalin í jólapakkann

Solla eldar fyrir villt dýr á veturna: „Ég þoli ekki að sjá svöng dýr í svona frosti – Það besta sem kanínurnar fá eru volgar hrísgrjónanúðlur“

Ásdís Olsen skoðar Tantra og Polyamory: „Ég var sjálf með bullandi fordóma. Ég sá fyrir mér aftengda spennufíkla á höttunum eftir skyndikynnum“

Margrét var sögð móðursjúk af læknum: „Hann svaf ekki fyrstu þrjú árin - Hann dó tvisvar í höndunum á okkur“

Hvað eru útbrotin og bólurnar að segja okkur?

Falleg tímalaus hönnun á barnaleikföngum sem heilla og fanga augað – Gjöf sem gleður