Bezta sushi-ið á Íslandi er á Fiskmarkaðinum

Matarást Sjafnar

Bezta sushi-ið á Íslandi er á Fiskmarkaðinum

Sushi-ið á Fiskmarkaðinum heillar matargesti.
Sushi-ið á Fiskmarkaðinum heillar matargesti.

Áhugavert er að sjá að Fiskmarkaðurinn, við Aðalstræti 12 í hjarta miðborgarinnar, ber af í sushigerð ár eftir ár hér á landi. Að mati tímaritsins The Reykjavík Grapevine, @rvikgrapevine, er bezta sushi-ið á Íslandi í ár, 2019 og árunum á undan, 2018, 2017 og 2016.  Geri aðrir betur.

Þeir sushi aðdáendur sem hafa ekki gert sér ferð á Fiskmarkaðinn verða að fara smakka og njóta þess að kitla bragðlaukana. Ekki seinna að vænna.  Fiskmarkaðurinn hefur verið rómaður fyrir ljúffengt sushi og fiskrétti og fyrir fallega framreiðslu, sem bæði fangar bragðlaukana og augað.

Nýjast