Basalt arkitektar hlutu ein stærstu hönnunarverðlaun heims

Basalt arkitektar hlutu ein stærstu hönnunarverðlaun heims

The Retreat hótelið við Bláa lónið
The Retreat hótelið við Bláa lónið

Íslenska arkitektastofan Basalt arkitektar hlaut á dögunum ein virtustu og eftirsóttustu hönnunarverðlaun heims, Red Dot, í flokknum „Best of the Best.“ Verðlaunin hlaut stofan ásamt ítölsku hönnunarstofunni Design Group Italia fyrir framúrskarandi hönnun á The Retreat hótelinu við Bláa lónið. Hús og híbýli greinir frá.

Í gær veittu forsvarsmenn Basalt arkitekta verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Red Dot safninu í Essens í Þýskalandi.

Í áliti dómnefndar segir meðal annars að hönnunin sé í senn fáguð og hógvær í landslaginu ásamt því að gera mikilfenglegri náttúrunni hátt undir höfði. Jafnframt hafi hönnuðunum tekist að skapa gott andrúmsloft þar sem litasamsetning og lýsing geri upplifunina fullkomlega einstaka.

 
 
 
View this post on Instagram

Red Dot 2019 “Best of the Best” The Retreat at Blue Lagoon Basalt Architects and Design Group Italia

A post shared by Basalt Architects (@basaltarchitects) on Jul 8, 2019 at 7:46am PDT

Nýjast