Heimili

Atli Stefán Yngvason frumkvöðull og Ægir Máni Helgason einn af eigendum Søstrene grene verða hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Skandinavískur stíll í forgrunni og pastellitir í miklu uppáhaldi

Parið Atli Stefán og Ægir Máni voru báðir mjög ungir þegar þeir eignuðust sína fyrstu eign og þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir keypt fleiri enn eina eign. Þeir búa í einstaklega fallegri íbúð í Stakkholti upp á sjöundu hæð og ber hún þess sterk merki að þarna búi fagurkerar með stílhreinan og flottan stíl. Sjöfn Þórðar heimsækir þá Atla Stefán og Ægir Mána og fær innsýn í heimilisstílinn þeirra og leyndarmálið bak við það að geta fjárfest í sinni fyrstu eign ungur á árum.

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir bloggari um sorplausan lífstíl verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Náðu að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði meðan þau bjuggu úti í Sviss

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og fjölskylda hennar fluttu heim frá Sviss í júlí á síðasta ári og meðan þau bjuggu þar úti fóru þau fjölskyldan í ákveðið lærdómsferli að minnka sorp með breyttum lífsstíl. Hin fimm manna fjölskyldan náði þeim árangri að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði sem er ótrúlegur árangur. Þegar fjölskyldan flutti heim á síðasta ári höfðu fáir trú á því að þau gæti lifað sama lífsstíl hér á landi og þau hefðu tileinkað sér úti í Sviss. Sjöfn heimsækir Þóru á Álftanesið og fær innsýn í lífsstíl fjölskyldunnar og góð ráð hvernig hægt er að gera betur þegar kemur að því að lifa sorplausum lífsstíl, í það minnsta að minnka heimilissorpið og leggja sitt af mörkum til sporna við þeirri vá sem blasir við í umhverfismálum heimsins.

Matarást Sjafnar

Ástin svífur yfir vötnum þegar Love, nýjasta súkkulaði afurð Omnom, bráðnar í munni

Omnom hefur gefið út nýtt súkkulaði sem heitir einfaldlega Love og það má með sanni segja að ástin svífi yfir vötnum þegar Love súkkulaðið bráðnar í munni. Um er að ræða, tvö súkkulaði, svo ólík að í fyrstu virðist ekkert sameina þau, en þegar nánar er litið er það einmitt það sem sameinar þau. Sea Salt Toffee og Lakkrís + Raspberry, eitt salt og hitt súrt. Þessi tvö súkkulaðistykki eru andstæðir pólar sem ná fullkomnalega saman, rétt eins og litbrigði ástarinnar. Love súkkulaði er tilvalin gjöf til elskenda og þar sem bóndadagurinn er í nánd er upplagt að færa bóndanum súkkulaði sem bráðnar í munni, tjáðu ást þína með súkkulaði.

Hönnun & lífstíll

Hafið þið séð fallegra hundaherbergi?

Allir heimilismeðlimir þurfa að eiga sinn griðastað, herbergi sem yljar og heldur utan um eigandann, bæði menn og dýr. Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá LEX og okkar Martha Stewart fyrir sína einstöku snilld í eldhúsinu og fjölskylda hennar hafa eignast nýja fjölskyldumeðlim sem er búin að bræða hjörtu allra fjölskyldumeðlima. Þetta er hún Arabía, fallegur hundur, af tegundinni Border Collie, sem er hvers manns hugljúfi. Nú hefur Kristín fjárfest í hundaherbergi fyrir Arabíu og Arabía er alsæl með nýja herbergið sitt.

Lífstíll

Frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum og dekri

Bóndadagurinn nálgast óðfluga en hann er á föstudaginn næstkomandi 24. janúar. Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Vert er að segja frá því að um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignann gest væri að ræða. Sú hefð hefur skapast í áranna rás að konur gleðji bónda sinn á þessum degi með einhverjum hætti. Gaman væri að gleðja bóndann með flottri bóndadagsgjöf sem hittir í mark. Sjöfn Þórðar hefur tekið saman nokkrar frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum og dekri. Bóndadagsgjafir þurfa ekki að vera dýrar og stundum er líka ljúft að breyta til og gera eitthvað saman og búa til ljúfar minningar sem ylja.

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt hjá Urban Beat verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Nú geta tilvonandi viðskiptavinir gengið um húsið, kringum það og farið upp á loft í teikningunni gegnum sýndarveruleika

Það má með sanni segja að Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og teymið hans hjá Urban Beat séu ávallt er með puttann á púlsinum og skrefi lengra þegar kemur að hönnun og útfærslu garða, palla og einingahúsa með nýjustu tækni. Með nýjustu tækninni hjá Urban Beat er hægt að ferðast um teikningarnar eins við séum stödd í þeim. Hvernig má það vera? Sjöfn Þórðar heimsækir Björn og fær frekari innsýn í það nýjasta sem hann og teymið hans eru að bartúsa þessa dagana. „Urban Flex húsið sem við hönnuðum fyrir hann Elias Fells í Arno.is, eingingahúsið er komið út sem tölvuleikur. Nú geta tilvonandi kaupendur fengið leikinn með sér á USB lykil og hlaðið inn í tölvuna sína. Svo geta þeir gengið um í rólegheitunum um húsið, kringum það og upp á loft,“ segir Björn og er alsæll með þessa nýju viðbót. Missið ekki af áhugaverðri heimsókn til Björns í kvöld, þar sem Sjöfn hoppar inn í sýndarveruleikann.

Nadia Katrín Banine löggiltur fasteignasali, innanhússráðgjafi og hönnuður verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Mikilvægt er að undirbúa eign vel fyrir sölu og myndatöku og nokkur atriði ber að hafa í huga

Það er mjög mikilvægt að vanda til verka þegar á að sýna eign og/eða vera með opið hús. Það er bæði hægt að gera eignina söluvænlegri og hækkað hana í verði með því að undirbúa eignina þína vel fyrir sýningu og opið hús. Sjöfn Þórðar hittir Nadiu Katrínu Banine fasteignasala, sem einnig er innanhússráðgjafi og hönnuður og fær hana til að gefa fasteignaeigendum nokkur góð heilræði þegar sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að því að setja eign á sölu, í myndatöku og hafa opið hús. „Fyrsta upplifun væntanlegs kaupanda er lykilatriði. Smáatriðin skipta máli og tiltekt er nauðsynleg,“ segir Nadia Katrín. Meira um heilræðin hennar Nadiu Katrínu í þættinum í kvöld.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Himneska salatið hennar Kaju sem tryllir bragðlaukana, hver munnbiti einkennist af nýju bragði

Ferskmeti, ljúffeng brögð og hollustan er í fyrirrúmi á nýju ári og ekkert er skemmtilegra en að prófa nýja samsetningu þegar við búum okkur til ljúffengt salat. Sjöfn Þórðar heimsótti Karenu Jónsdóttur, sem ávallt er kölluð Kaja, í Matarbúr Kaju á Akranesi og prófaði nýjustu salatblönduna hennar. Upplifun Sjafnar var tryllingslega ljúffeng þar sem bragðlaukarnir nutu sín í botn með hverjum munnbita. Þetta er salat sem enginn má láta framhjá sér fara að njóta. „Það sem einkennir salatið er upplifunin við að borða það en hver munnbiti einkennist af nýju og nýju bragði. Bragð sem kemur skemmtilega á óvart sérstaklega þar sem þetta er salat. VIð notum lífræn hráefni og svo íslenskt ef við náum ekki í lífræn,“ segir Kaja og mjög ánægð með útkomuna. Sjöfn fékk Kaju til að gefa lesendum uppskriftina af þessu dásamlega ljúffenga salati sem er kærkomið að njóta í janúar. Vert er að segja frá því að hægt er að kaupa salatið í Matarbúri Kaju í „Take away“.

Hönnun

Rómantík og hlýleiki við arinn eða kamínu á köldum vetrardögum

Þegar veturkonungur lætur að sér kveða og norðanvindurinn gnauðar í skammdeginu á myrkum vetrarkvöldum fyrir utan gluggann þá er notalegt að setjast niður fyrir framan arininn með góða bók, heitt súkkulaði í bolla á gamla mátann og njóta þess að geta verið inni í hlýlegum húsakynnum. Þannig getum við búið til rómantískt umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Húsráð

Veldu fremur ull í stað gervileðurs í mubblurnar þínar

Þegar við veljum okkur húsgögn og heimilistæki eiga þau að endast árum saman og mikilvægt er að velja vönduð húsgögn sem eru ekki full af eiturefnum. Það er deginum ljósara að vönduð húsgögn kosta sitt fyrir vikið. Mikilvægt er því að vanda valið og kanna gæði vörunnar áður en ráðist er í kaup. Þó gæðavara sé oftast dýrari, í flestum tilvikum, þá endist hún lengur og líkleg til að vera laus við óþarfa eiturefni.

Verslunin Brynja hefur ávallt verið lykilverslun á Laugaveginum yfir 100 ár

Undanfarin misseri hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín

Hulunni svipt af uppskriftinni af frumlegustu brauðtertu ársins 2019

Koparinn kemur sterkur inn aftur

Sala fasteigna tók kipp í lok ársins og nýja árið lítur vel út fyrir fasteignakaupendur

Unga fólkið vill koma í veg fyrir fatasóun og saumavélarnar aftur orðnar þarfaþing fyrir heimilin

Straumar og stefnur í hönnun garða á nýju ári

Hugmyndin að skreytingunni á frumlegustu brauðtertunni er komin frá skreiðfánanum hans Jörundar hundadagakonungi

Hönnuðurinn Frederik Bagger er þekktur fyrir hágæða danska hönnun þar sem fagurfræðin er í forgrunni

Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán