Vill Ingu Sæland burt og aftur í flokkinn

Karl Gauti Hjaltason í 21 í kvöld:

Vill Ingu Sæland burt og aftur í flokkinn

Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins segir í viðtali í 21 í kvöld að hann hafi gagnrýnt formann flokksins, Ingu Sæland lengi áður en ummæli hans féllu á Klaustursbarnum um að hún væri ekki hæf til að leiða flokkinn. Orðalagið hafi þó ekki verið eins blátt áfram og á barnum en allir vissu að hann vildi breytingar í skipulagi flokksins, meðal annars að Inga væri ekki gjaldkeri og með prókúruna ásamt því að vera formaður.   

Í viðtalinu segist Karl Gauti vilja að brottrekning sín verði tekin til baka, hann fái aftur þingsætið sitt fyrir flokkinn og að Inga Sæland segi af sér formennsku. Hann neitar alfarið að vilja ganga í Miðflokkinn þótt honum hafi boðist það og reyndar fengið boð frá fleiri flokkum sem hann vill þó ekki nefna. Hann hafi heldur ekki sest inn á Klausturbarinn til að ræða inngöngu í Miðflokkinn þótt hann væri ósáttur í sínum flokki á þeim tímapunkti. 

Karl Gauti birti grein í Morgunblaðinu um helgina og gagnrýnir þar formann flokksins, Ingu Sæland fyrir að hafa gegnt stöðu bæði formanns og gjaldkera, að vera handhafi prókúru flokksins og að sonur hennar hafi verið ráðinn á skrifstofuna.  Ólafur Ísleifsson þingmaður tekur undir með Karli Gauta og líka fyrrverandi stjórnarmaður í flokknum Halldór Gunnarsson. 

Hafna gagnrýni 

Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins og þingflokksformaður segir í sama þætti í kvöld ekki neinn fót fyrir gagnrýni á störf Ingu eða flokksins. Öll fjár­mál flokksins hafa verið lögð fram ár­lega og á réttum tíma und­ir skoðun lög­gilts end­ur­skoðanda og Rík­is­end­ur­skoðunar. Sonur Ingu hafi þá unnið sem sjálfboðaliði fyrir flokkinn og sé nýkominn á launaskrá og sé þar með eini starfsmaðurinn. Stjórnin hafi ráðið hann og sóst eftir því en Inga stigið til hliðar og reyndar ætlað að finna einhvern annan í verkefni sonar síns vegna tengslanna.

Þá sé Inga ekki lengur gjaldkeri flokksins og sagði sig frá því fyrir mánuði síðan.

Karl Gauti og Ólafur Ísleifs reifuðu áhyggjur sínar um stöðu Ingu við ríkisendurskoðanda í haust sem þó sá ekki tilefni til að aðhafast neitt. Hann segir þó engan grun um neitt misjafnt í bókhaldi flokksins.

Eins og kunnugt er samþykkti meirihluti stjórnar flokksins að Karli Gauta og Ólaf úr þingflokknum þann 30.nóvember sl.eftir Klausturssamkomuna með Miðflokksmönnum og þeir eru nú utan flokka á þingi.

Nýjast