Pistlar

Helga María Guðmundsdóttir

Þversagnir í samfélaginu.

Sem hjúkrunarfræðingur þá hugsa ég mikið um forvarnir. Forvarnir nýtum við til að koma í veg fyrir vágesti. Ein af okkar sterkustu forvörnum gegn sjúkdómum og öðrum heilsufarskvillum er hreyfing. Ekki aðeins það að hreyfing stuðlar að heilbrigðum líkama og sál, þá eru þau ungmenni sem stunda reglulega hreyfingu ólíklegri en önnur til að byrja að neyta áfengis og annarra vímuefna.