„Vinstri græn kyngi einum kúkamolanum í viðbót“

„Vinstri græn kyngi einum kúkamolanum í viðbót“

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hafa staðið í miklum deilum um byggingu þjóðgarðs á hálendinu og talið er að fram undan séu einhvers konar átök á milli flokkanna. Sigurjón M. Egilsson segir í frétt sinni á midjan.is:

Í leiðara Morgunblaðsins í dag skrifar Davíð Oddsson: „Aug­ljóst er, þegar þau sjón­ar­mið sem um­hverf­is­ráðherra hef­ur sett fram eru skoðuð, að meg­in­mark­miðið með þjóðgarði sem spann­ar allt há­lendi lands­ins er að koma í veg fyr­ir frek­ari virkj­an­ir á svæðinu. Öðrum mark­miðum mætti ná fram á ann­an hátt.“

Samkvæmt Miðjunni hefur böndum áður verið komið á Davíð er hann gekk nærri Sjálfstæðisflokknum með endurtekinni gagnrýni. Þar segir einnig að Vinstri græn leggi alla áherslu á umhverfismálin og að þjóðgarðurinn sé stóra flaggskipið en að þingmenn eins og Jón Gunnarsson og Páll Magnússon tali gegn áformunum. Í komandi átökum gerir Miðjan ráð fyrir sigri Sjálfstæðisflokksins og segir Vinstri græna eiga eftir að kyngja einum kúkamolanum til viðbótar. Þá segir Sigurjón M. Egilsson:

,,Fram undan eru einhvers konar átök. Fyrir fram má gera ráð fyrir sigri Sjálfstæðisflokksins. Að Vinstri græn kyngi einum kúkamolanum í viðbót.“

Nýjast