Töfraráð Thelmu: Svona létti hún sig um 75 kíló án megrunarkúra og aðgerða á aðeins 18 mánuðum

Töfraráð Thelmu: Svona létti hún sig um 75 kíló án megrunarkúra og aðgerða á aðeins 18 mánuðum

Thelma Ásdísardóttir hefur helgað líf sitt baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hún er sjálf þolandi en faðir hennar og fleiri menn á hans vegum beittu hana kynferðisofbeldi í æsku sem stóð yfir í mörg ár. Thelma var í viðtali í Íslandi í dag þar sem fókusinn var á útlitsbreytingu Thelmu en hún er nær óþekkjanleg eftir að hafa létt sig um 75 kíló án megrunarkúra eða aðgerða og það aðeins á einu og hálfu ári.

Thelma tók mataræði í gegn og byrjaði á því að hreyfa sig. Þá fór hún vel yfir hvað hafði ekki virkað áður og undirbjó sig andlega fyrir verkefnið.

„Ég ákvað að ég fengi verðlaun þegar ég næði hverjum áfanga. Ég fékk alltaf skemmtileg verðlaun og ekki neitt matarkyns.“ Þá ákvað Thelma að auka vel við vatnsdrykkju sína.

„Svo fór ég að skoða hvað ég gæti mögulega gert í hreyfingu. Fyrsti göngutúrinn minn var fjögur hundruð metrar og ég var svakalega ánægð, því það tókst. Síðan fór ég fljótlega að huga að mataræðinu því það er það sem skiptir mestu máli. Ég ákvað að fara borða hreinan mat og tók út eiginlega öll aukaefni.“

Thelma tók einnig út öll sætindi. Thelma segir að hún hafi drukkið hreint prótín sem hún blandaði út í vatn. Það hafi haft góð áhrif á meltingu sem og húðina.

„Kökur, nammi og ég fór mjög fljótlega að hætta að kaupa skyndibita [...] Síðan fór ég að taka út sykurinn og það var erfiðast. Þá fékk ég hörð líkamleg fráhvarfseinkenni og líkami minn varð bara reiður.“

Þá segir Thelma einnig:

„Þetta er svo gaman. Núna get ég farið inn í hvaða búð sem er og ég er enn að venjast þessu. Mér finnst ótrúlega gaman að fara í búð og versla mér föt sem passa mér vel. Áður fyrir varð ég bara að kaupa mér föt sem pössuðu á mig og gat lítið valið. Það var ekkert gaman að fara út og kaupa sér föt.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Nýjast