Þingmenn misnota stjórnsýslulög

Stundin.is er með þessa frétt

Þingmenn misnota stjórnsýslulög

Forseti Alþingis og forsætisnefnd telja að almennt orðalag í þingsályktun um siðareglur þingmanna – þar sem hvergi er minnst á hæfisreglur stjórnsýslulaga – leggi þá skyldu á herðar nefndarmönnum í forsætisnefnd að meta hæfi sitt með hliðsjón af hæfisreglum stjórnsýslulaga við meðferð siðareglumála. Gildi þá einu þótt 48. gr. stjórnarskrár Íslands kveði á um að alþingismenn séu einvörðungu bundnir við sannfæringu sína í störfum sínum. 

Á þessum grundvelli hefur öll forsætisnefnd sagt sig frá umfjöllun um meint brot á siðareglum í Klaustursmálinusvokallaða og skapað óvissu um framhaldið. 

Misskilningur um lagabreytingu

RÚV fullyrti í frétt þann 19. desember síðastliðinn að árið 2015 hefði „lögum [verið] breytt þannig að ekki aðeins siðanefndin, heldur einnig forsætisnefnd væri undirseld ákvæði stjórnsýslulaga að þessu leyti“. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, tjáði sig sérstaklega um málið og sagði menn ekki hafa „gert sér grein fyrir að það [lagabreytingin] gæti haft þessar afleiðingar“. 

Nánar á

 

Nýjast