Svona er hægt að losa allt að 300 milljarða króna og breyta banka í brýr

Fréttir af öðrum miðlum: Kjarninn.is

Svona er hægt að losa allt að 300 milljarða króna og breyta banka í brýr

Það væri hæg­lega hægt að losa allt að 300 millj­arða króna með sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu og halda eftir sem áður eftir kjöl­festu­hlut í Lands­bank­an­um. Afrakstur þess­arar eign­ar­sölu mætti nýta til nauð­syn­legrar inn­viða­fjár­fest­ing­ar. Það er mun skyn­sam­legri for­gangs­röðun en að reka hið opin­bera eins og fjár­fest­ing­ar­sjóð.

Þetta er aðeins brot úr grein eftir Þorstein Víglundsson sem birt er á Kjarnanum. Greinina í heild má finna hér. Þorsteinn heldur áfram:

Það er skyn­sam­legri stefna í stað þess að ætla að fjár­magna nauð­syn­legar vega­bætur á Suð­vest­ur­horni lands­ins með veggjöld­um. Rétt er að hafa í huga að hér er um sam­fellt atvinnu­svæði að ræða og fjöldi fólks mun verða fyrir veru­legum kostn­að­ar­auka við að sækja vinnu vegna þess­ara áforma. Það er mark­laust að bera þessi áform saman við bygg­ingu Hval­fjarð­ar­ganga á sínum tíma. Sú stytt­ing sem göngin skil­uðu lækk­aði sam­göngu­kostnað þeirra. Að ljúka tvö­földun Reykja­nes­brautar og Suð­ur­lands­vegar að Árborg, eða bygg­ing nýrrar Ölf­usár­brú­ar, mun ekki lækka ferða­kostnað íbúa á þessu svæði. Veggjöld munu hins vegar aug­ljós­lega hækka hann. Þetta eru nauð­syn­legar fram­kvæmdir til þess að auka öryggi og ætti því að vera borgað með öðrum hætti en beinum hækk­andi álögum á fólk.

Það væri nær lagi að fjár­magna þessi verk­efni með sölu eigna. Það er enda löngu tíma­bært að hefja sölu og hluta af eignum rík­is­ins í fjár­mála­kerf­inu. Auð­vitað er mik­il­vægt er að vanda þar til verks. Sporin hræða vissu­lega. En það ger­ist auð­vitað ekk­ert ef aldrei er haf­ist handa, líkt og stefna stjórn­ar­flokk­anna virð­ist vera í þessum efn­um.

Þetta er aðeins brot úr grein eftir Þorstein Víglundsson sem birt er á Kjarnanum. Greinina í heild má finna hér.

Nýjast