Döðlukonfekt

Svala Björgvins fyrsti gestur Völu Matt í þættinum

Döðlukonfekt

Í fyrsta þættinum af "Besti ódýri heilsurétturinn" kemur Svala Björgvins og býr til alveg dúndur góðar kjúklinga súrdeigssamlokur og snilldar sælgæti með döðlum og dökku súkkulaði. Uppskriftina má sjá hér fyrir neðan.

Súrdeigssamlokur með leifum frá kvöldinu áður.

Súrdeigsbrauð

 • Kjúklingasneiðar
 • Tómatar
 • Spínat
 • Ostasneiðar
 • Majones (má nota létt majones)
 • Dijon sinnep
 • Svartur pipar 

Skerið súrdeigsbrauðið í sneiðar. Setjið hráefnið á sneiðarnar og piprið tómatana smá (eftir smekk)

Brauðsneiðarnar má gjarnan rista áður en hráefnið er sett á þær.

Lygilega fljótlegur og hollur súkkulaði/döðlu desert. 

Döðlur

 • Dökkt súkkulaði (helst 70%)
 • Fjarlægið steinana úr döðlunum.
 • Skerið súkkulaðið í bita.
 • Skerið í döðlurnar og setjið súkkulaðibita í þær.

Verður eins og besta konfekt og er hollt og gott.

Nýjast