Steinunn Ólína og Bergsveinn ástfangin

Steinunn Ólína og Bergsveinn ástfangin

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikari og fjölmiðlakona hefur fundið ástina á ný en hún og rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson eru par samkvæmt heimildum DV. Steinunn var gift Stefáni Karli Stefánssyni en hinn ástsæli leikari féll frá þann 21. ágúst í fyrra eftir tveggja ára baráttu við krabbamein sem hann greindist með árið 2016.

Berg­sveinn Birg­is­son er einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar og margverðlaunaður fyrir verk sín. Hann hefur jöfnum höndum skrifað fræðirit og skáldsögur. Þá hefur hann þýtt og ritstýrt útgáfu Íslendinga- og konungasagna á norsku og var sæmdur konunglegri heiðursorðu af Haraldi Noregskonungi fyrir framúrskarandi störf í þágu Noregs og mannkyns.

Bergsveinn er þekktastur hér á landi fyrir verk sitt, Svar við bréfi Helgu en sagan var einnig sett á svið í Borgarleikhúsinu. Sú bók var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Nýjast