Ótrúlega fáar hitaeiningar í þessari Heilsupizzu: Uppskrift fylgir

Ótrúlega fáar hitaeiningar í þessari Heilsupizzu: Uppskrift fylgir

Mörgum er annt um heilsuna og velta fyrir sér hverri hitaeiningu. Þá telja sumir að hollur matur geti hreinlega ekki verið bragðgóður en það er nú öðru nær. Við birtum hér uppskrift að heilsupítsu sem fengin var frá þáverandi eiganda Italiano. Þessa uppskrift er auðveldlega hægt að gera heima.

Uppskriftin er svohljóðandi:

Botn 12“ (195gr): 

125 g     fínt eða gróft spelt.
0,8 dl     vatn.
½ tsk     olía.
½ tsk     salt.
½ tsk     sykur (má sleppa).
Smá dass þurrger (0,5 grömm sirka)

Handhnoðið, bæta má við vatni ef deigið verður of stíft. Ekki er hægt að bæta við spelti eftir að byrjað er að hnoða, degið getur orðið kekkjótt og blandast ekki eins vel saman.  Hnoðið deigið þangað til það er orðið vel blandað og dúnamjúkt.  Látið deigið standa úti í 20 mínútur og setjið svo inn í kæli í lágmark hálfan dag.

Sósa:

2 msk    La Italiana Plum tomatoes.
2 msk    Crushed tomato.
1 ½ msk  Extra heavy pizzasósa.
(eða sambærilegar sósur)
Smá oregano.
Smá fersk basilika.
Smá pressaður hvítlaukur.

Svo er settur sirka 80 g pizzaostur.
Samtals: 690 kkal.

Tillaga að áleggi:

Tómatar, sveppir, laukur, paprika, gráðaostur og klettasalat (þegar búið er að baka)  786 kkal.

Nýjast