Mynd dagsins: „Móðir hans var hvergi sjáanleg“

Mynd dagsins: „Móðir hans var hvergi sjáanleg“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sækjum mynd dagsins á Facebook-síðu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Á myndinni má sjá kóp sem fannst í ummdæminu og mun hann vera færður í Húsdýragarðinn. Á Facebook-síðu lögreglustjórans á Suðurnesjum segir:

„Þessi fallegi kópur fannst í umdæminu nú í morgun. Móðir hans var hvergi sjáanleg og var því haft samband við Húsdýragarðinn.

Krílinu verður komið í hendur starfsmanna Húsdýragarðsins. En þar mun hann fá þá hjálp sem hann þarf.“

Nýjast