Mynd dagsins: Greta Salóme fékk dónaleg skilaboð – „Ég elska þegar karlar segja mér hvað ég má og má ekki “

Mynd dagsins: Greta Salóme fékk dónaleg skilaboð – „Ég elska þegar karlar segja mér hvað ég má og má ekki “

Mynd dagsins að þessu sinni birti ein besta söngkona landsins, Greta Salóme á Facebook vegg sínum. Líkt og sjá má í skilaboðunum sem eru birt hafði Greta birt mynd af sér í ræktinni. Skilaboðin sem hún fékk voru þau að hún var sökuð um að ýta undir lystarstol hjá unglingum. Greta birtir skilaboðin og segir:

„Var ég búin að segja hvað ég elska þegar karlar segja mér hvað ég má og má ekki birta á mínum eigin miðlum?“

Þar segir karlmaður við hana: „Myndbirting eins og þessi ýtir undir listastol hjá unglingum sem er lífs hættulegt er ekki nóg fyrir þig að hafa bara spegilinn.“

Og svar Gretu var eftirfarandi:

„Birting á kommenti eins og þessu ýtir undir lystina hjá mér að rækta líkama minn, heilsu og styrk, líkamlega og andlega og að sýna einmitt unglingsstelpum að við þurfum ekki að hlusta á karla eins og þig segja okkur hvernig við eigum að líta út eða hvað við megum birta.“

Nýjast