Líkaminn í kvöld: Beinin, brjóstið og bólgur

Einn nýjasti þáttur Hringbrautar hefur vakið athygli:

Líkaminn í kvöld: Beinin, brjóstið og bólgur

Þremur spurningum verður að vanda svarað í fræðsluþættinum Líkamanum á Hringbraut í kvöld, en þær lúta að beinvernd, brjóstakrabba og vöðvabólgu - og er í öllum tilvikum svarað af fagfólki.

Þáttunum er ætlað að fræða almenning um líkama og sál, en í hveerjum þeirra er varpað fram áhugaverðum og aðkallandi spurningum um starfsemi mannslíkamans. Umsjármennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Helga María Guðmundsdóttir, sem jafnframt er hjúkrunarfræðingur að mennt, leita víða fanga í hverjum þætti og munu fara yfir vítt svið málaflokksins í vetur. Þannig verður fjallað um fyrstu hjálp, hvað blóðið gerir og af hverju hjartaáfall stafar í þættinum að viku liðinni.

Líkaminn er frumsýndur klukkan 20:00 í kvöld.

Nýjast