Líkaminn: Hvað merkir brjóstverkur?

Fræðsluþátturinn Líkaminn var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöld:

Líkaminn: Hvað merkir brjóstverkur?

Hvað merkir brjóstverkur ... er á meðal þeirra þriggja spurninga sem svarað var í fræðsluþættinum Likamanum á Hringbraut í gærkvöld, en það er hjarta- og lungnaskurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson sem svarar spurningunni at arna.

Í Líkamanum, sem er á dagskrá öll miðvikudagskvöld í vetur, er þremur áhugaverðum spurningum um starfsemi líkama og sálar svarað af sérfræðingum og fagfólki í heilbrigðisgeiranum, en aðrar spurningar gærkvöldsins snerust annars vegar um fíkn, sem dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur útskýrði fyrir áhorfendum og hins vegar um beinbrot, en þar var til svara bráðalæknirinn Jón Magnús Kristjánsson.

Þáttinn má nú nálgast hér á vef stöðvarinnar.

Umsjármenn Líkamans eru þau Helga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson.

Nýjast