Kári kennir okkur að koma heim

Nýr liður þættinum Heimilið; sálfræði heimilishaldsins:

Kári kennir okkur að koma heim

Sjónvarpsþættinum Heimilinu á Hringbraut, sem fjallar um alla kima í rekstri og viðhaldi heimilisins hefur bæst liðsauki í fjölskylduráðgjafanum Kára Eyþórssyni sem mun mæta mánaðarlega í þáttinn til að ráðleggja fólki heilt um betri líðan innan veggja heimilisins.

Kári nýtur virðingar og vinsælda í fagi sínu, enda er hann margreyndur í því að ráða einstaklingum, hjónum og fjölskyldum heilt í því hvað betur má fara í samskiptum fólks. Hann hefur oftsinnis komið fram í fjölmiðlum til að miðla þekkingu sinni á þessu sviði svo eftir hefur verið tekið. 

Kári er og verður hér eftir regluleg rúsína í pylsuenda þáttanna - og í fyrstu innkomu sinni í þætti kvöldsins mun hann ásamt Sigmundi Erni fjalla um heimkomuna á seinni hluta dags þegar þreyta og pirringur hefur safnast fyrir í sinni foreldranna sem oft og tíðum ljúka upp útidyrahurðinni með óskapans veini til vitnis um hvað krakkarnir hafi sóðað mikið út - og flestir, ef ekki allir þekkja gremjukastið sem framundan er.

En hvað getum við gert betur í þessum efnum; hver eru trixin í bókinni hans Kára Eyþórssonar? Það kemur í ljós í þættti kvöldsins klukkan 20:00 í kvöld.

Nýjast