Jólagleði Kalak og Hróksins á sunnudaginn

Jólagleði Kalak og Hróksins á sunnudaginn

Kalak og Hrókurinn bjóða til jólagleði í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, sunnudaginn 15. desember milli 14 og 16. Þetta er jafnframt síðasti viðburðurinn sem félögin standa að í Pakkhúsinu, sem nú hefur fengið nýja eigendur.

Sjana Rut Jóhannsdóttir, söngkona og lagahöfundur, treður upp ásamt Aaron Ísak, sem sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna 2019 og flutti líka fyrr á árinu lag Hinsegin daga. Leynigestur kemur í heimsókn,  veitingar verða í boði, sem og myndasýningar og frásagnir af síðustu ferðum liðsmanna Kalak og Hróksins, til Tasiilaq í nóvember og Nuuk í desember.

Grænlandsvinir og Hróksliðar eru hvattir til að koma fagnandi og taka með sér gesti.

Nýjast