HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ Í GÖNGUNA?

Gott nesti er mikilvægt fyrir langar göngur:

HVAÐ Á AÐ TAKA MEÐ Í GÖNGUNA?

Fjölmargir fara í göngur af ýmsu tagi yfir sumartímann og þá skiptir undirbúningurinn miklu máli. Mikilvægt er að pakka meðferðis hollu og góðu nesti sem veitir úthald og orku.

Á vefnum heilsutorg.is má finna góðar hugmyndir að hollum og næringarríkum mat sem kemst fyrir í bakpokann. Nestispokinn þarf að vera góð blanda af góðri fitu, kolvetnum og góðum kryddum. Hér eru nokkar hugmyndir:

  • Nokkrir skammtar af  kolvetnum eins og til dæmis pasta, núðlur, hrísgrjón, flatkökur, tortillur, naanbrauð og gróft brauð.
  • Góð ólífuolía, sem sett er í litla plastflösku. Kryddjurtir, mexíkósk kryddblanda og karrý sett í litla poka.
  • Kjúklingar í strimlum, léttpepperóni, skinka, túnfiskur, kavíar, kæfa og ostur.
  • Rautt eða grænt pestó og þurrkaðar súpujurtir.
  • Múslí, þurrkaðir ávextir, heimagerð orkustykki, hnetur og súkkulaði. 

Ekki má svo gleyma vökvanum, en við álagið af göngunni tapast mikið vatn úr líkamanum sem getur dregið fram þreytu, eymsli og vöðvakrampa. Vatn er vitaskuld alltaf besti vökvinn og nauðsynlegt að hafa vatn í brúsa við höndina, en einnig getur verið gott að hafa meðferðis orkudrykki sem innihalda 6-8% kolvetni og sölt. 

Nýjast