Helga hættir og hótar að eyða síðunni: „Hef mátt þola illmælgi, niðurlægingu og hatur“

Helga hættir og hótar að eyða síðunni: „Hef mátt þola illmælgi, niðurlægingu og hatur“

„Sælir Háttvirtir Félagar! EF ENGIN BÍÐUR SIG FRAM NÆSTU DAGA MUN ÉG EYÐA SÍÐUNNI Og þá verður kátt á alþingi. Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta við að halda úti Aðgerðarhóp Háttvirtra Öryrkja og Aldraðra, sem ég hef gert samviskusamlega frá árinu 2008.“

Þetta segir Helga Björk Magnús­dótt­ir Grétu­dótt­ir talsmaður Aðgerðarhóps Háttvirtra Öryrkja og Aldraðra. Hún hefur einnig stýrt Facebook-síðu hópsins en vill nú stíga til hliðar og leitar að öðrum stjórnanda. Hún bætir við að hún hafi brugðist vonum margra. Hún segir:

„Fyrir það fyrsta hafa engar kjarabætur né leiðréttingar, komið til langveikra, fatlaðra örorkulífeyrisþega, frá 1. júlí 2009.

Í annan stað er það svo að ég hef mátt þola illmælgi, niðurlægingu og hatur, frá allt of mörgum ykkar, sem hafa ekki bara bitnað á mér, heldur og á mínum nánustu. Ljót orð hafa verið látin falla í orði sem á borði.

Í þriðja lagi hef ég mátt standa ein í kjarabaráttu á Austurvelli og víðar, án nokkurs stuðning frá velflestum ykkar og aflað mér fjölda óvina. - Þá vil ég og geta þess að þeir baráttufélagar sem ég gat TREYST Á eru farnir úr þessum heimi. (Sumir þeirra hafa tekið líf sitt).“

Hún segist enn ekki hafa jafnað sig eftir handtökur og fullyrðir að hún hafi rifbeinsbrotnað þegar hún var færð af vettvangi. Þá kveðst hún hafa verið ofsótt af öðrum á síðunni og baráttuandinn sé ekki lengur til staðar.

„Því hljóta óvinir mínir og illyrmismenn að fagna. - Þið unnuð. Til hamingju með sigurinn.“

Helga skorar á aðra meðlimi síðunnar að tilefna manneskju til að taka við keflinu. Hún segir að lokum:

„Engin laun eru í boði, heldur þarf viðkomandi að geta borgað mér sér, og þolað illt umtal og handtöku í boði valdstjórnarinnar.“

Nýjast