Börn erfa gáfurnar frá móður sinni, ekki föður

Börn erfa gáfurnar frá móður sinni, ekki föður

Þú getur þakkað móður þinni fyrir gáfur þínar. Þetta kemur fram á vefnum Psychology Spot en þar segir að það sé móðirin sem ber ábyrgð á hversu greind börnin verða.

Áður hefur verið fjallað um þetta á Pressunni þar sem segir að þetta gangi þvert á það sem áður hefur verið talið, að greind erfist frá báðum foreldrum. Samkvæmt rannsókninni snýst þetta um genin og greindargenin séu á litningi X. Þar sem konur eru með tvo X-litinga þýði það að líkurnar á að börn erfi greind frá móður sinni séu tvisvar sinnum meiri en að þau erfi greind frá föður sínu. Þá ýtir önnur rannsókn frá 1994 undir þessar niðurstöður.

Þá segir að þriðja rannsóknin frá 2012 sýni að skipti miklu máli fyrir greind barna hversu mikið ástríki þau búa við hjá móður sinni. Ef ástríkið er lítið verða þau ekki eins greind og annars.

Niðurstöður annarrar rannsóknar sýna að það skiptir einnig miklu fyrir greind barnanna hversu mikið ástríki þau búa við hjá móður sinni. Ef það er lítið sem ekkert verða þau ekki eins greind og annars. Þá segja vísindamenn að greindargen karlmanna hafi ekki áhrif á heila barna þeirra, þau gen séu nánast tekin úr sambandi.

Nýjast