Rómantík og hlýleiki við arinn eða kamínu á köldum vetrardögum

Hönnun

Rómantík og hlýleiki við arinn eða kamínu á köldum vetrardögum

Rómantíkin blómstrar við arineld
Rómantíkin blómstrar við arineld

Þegar veturkonungur lætur að sér kveða og norðanvindurinn gnauðar í skammdeginu á myrkum vetrarkvöldum fyrir utan gluggann þá er notalegt að setjast niður fyrir framan arininn með góða bók, heitt súkkulaði í bolla á gamla mátann og njóta þess að geta verið inni í hlýlegum húsakynnum.  Þannig getum við búið til rómantískt umhverfi sem lætur engan ósnortinn.

Það eru náttúrlega ekki allir sem eiga uppbyggðann arinn til að ylja sér við en þá er möguleiki á að fjárfesta í hugglegri kamínu eða arni sem geta jafnframt verið einstakt augnakonfekt. Til eru innbyggðir arnar eða frístandandi arnar og kamínur sem er auðveldari í uppsetningu. Þarna getur smekkur fólks og ráðleggingar fagfólks blandast saman og úrvalið er gríðarlegt og útfærslurnar óteljandi.

Mynd frá Blikkás-Funi

Nýjast