Heilsa & Lífstíll

Matarást Sjafnar

Truflað góðar vatnsdeigsbollur með guðdómlegum fyllingum sem enginn stenst að hætti Berglindar Hreiðars

Framundan er bolludagurinn hinn sívinsæli og það má með sanni segja að Íslendingar kunni vel að meta ljúffengar og saðsamar bollur. Á mörgum heimilum eru bollurnar bakaðar og fylltar að hjartans lyst og gleðja bæði munn og auga. Í þættinum Fasteignir og Heimili heimsótti Sjöfn Þórðar, Berglindi Hreiðarsdóttur köku- og matarbloggara heim í eldhúsið. Sjöfn fékk Berglindi til að útbúa nokkrar fyllingar í bollur og sýna helstu leynitrixin þegar kemur að því að fylla bollurnar hinum ýmsum sælkerafyllingum. Einnig lumar Berglind á góðum ráðum þegar kemur að því að baka vatnsdeigsbollur og laga ljúffengt glassúrskrem til toppa bollurnar með. Berglindi er margt til lista lagt og listrænir hæfileikar hennar skína í gegn þegar kemur að því að baka og skreyta kökur sem og bollur. Berglind er óhrædd að prófa sig áfram með nýjum rjómafyllingum í bollurnar sem trylla bragðlaukana.

Jón Bjarni Kristjánsson hæstaréttarlögmaður og einn stofnenda Fjöleigna verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Markmiðið er að auka gagnsæi í fjármálum og skilvirkni fyrir húseigendur

Sá árstími er nú að ganga í garð þar sem aðalfundir húsfélaga eru að fara fram og þá er vert að vanda til verka og tryggja að hlutirnir gangi vel fyrir sig öllum til heilla. Fyrirtækið Fjöleignir býður fram þjónustu þegar kemur að heildarlausnum í rekstri og ráðgjöf við húsfélög og aðstoðar meðal annars við aðalfundarstörf svo fátt sé nefnt. Sjöfn Þórðar heimsækir fyrirtækið heim í miðborgina og hittir einn stofnenda Fjöleigna, Jón Bjarna Kristjánsson hæstaréttarlögmann og fær frekari innsýn í þá þjónustu og ráðgjöf sem Fjöleignir bjóða uppá. Einnig ræðir Sjöfn um tilurð fyrirtækisins við Jón Bjarna og söguna bak við hana.

Berglind Hreiðarsdóttir köku- og matarbloggari og meistari í kökuskreytingum verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Bíður spennt eftir bolludeginum og elskar að baka bollur og fyllar þær með ómótstæðilegum fyllingum sem enginn stenst

Nú styttumst óðum í bolludaginn góða og af því tilefni ætlar Sjöfn Þórðar að heimsækja Berglindi Hreiðars, sem er meistari í því að baka og skreyta sælkerakökur, í eldhúsið. Berglind ætlar að baka fyrir okkur bollur og gefa okkur hugmyndir af ljúffengum fyllingum í bollurnar sem enginn stenst. Berglind er óhrædd að prófa sig áfram með nýjar fyllingar og er sérstaklega hrifin að nota alls konar ber í fyllingarnar ásamt ýmsu öðru góðgæti. „Ég á enga mína uppáhaldsbollu, mér finnst þær allar góðar en mér þykir best að toppa lokin á bollunum með þykku súkkulaðiglassúrskremi,“ segir Berglind sem er orðin spennt að halda næsta bolludagskaffi.

Magnús Ólafsson veitingahúsarekstarstjóri og fagurkeri verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Dökkir litir, einfaldleiki og tímalaus hönnun þar sem fagurfræðin og notagildið fer vel saman í draumaeldhúsinu

Magnús Ólafsson og kona hans keyptu sér raðhús í Reykjanesbæ og endurnýjuðu það hátt og lágt árið 2016 með aðstoð Berglindar Berndsen innanhússarkitekts sem hannaði eldhúsið og veiti ráðgjöf við hönnun á fleiri rýmum meðal annars baðherbergjum, innréttingum, skápum svo fátt sé nefnt. Einnig fengu þau Arnar Gauta Sverrisson innanhúshönnuð til að aðstoða við að stílsera heimilið með glæsilegri útkomu. Sjöfn heimsækir Magnús í þeirra stóglæsilega raðhús, sem er á tveimur hæðum og fær innsýn í heimilisstílinn, hönnunina og lífið í Reykjanesbæ.

Jóhannes Ellertsson og Júlíus Steinþórsson hjá fasteignasölunni Eignasala.is verða hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Hafa búið alla ævi í Reykjanesbæ og hafa upplifað tímana tvenna suður með sjó á uppvaxtarárunum

Sjöfn Þórðar heimsækir Reykjanesbæ heim þar sem íbúafjölgun hefur verið hröð á undanförnum árum og langt yfir landsmeðaltali. Mikil gróska hefur verið í bænum undanfarin ár og samfélagið laðar til sín ungt fjölskyldufólk og ekki síst fólk úr höfuðborginni. Byggðin hefur verið að þéttast og margar nýjar glæsilegar fasteignir hafa risið og prýða bæjarstæðið sem er orðið eftirsóknarverður staður að búa á. Sjöfn hittir fasteignasalana og íbúa Reykjanesbæjar, Jóhannes Ellertsson og Júlíus Steinþórsson og spjallar við þá um þróunina í bæjarfélaginu, lífið fyrr og nú, hvernig lífið í bænum hefur breyst í áranna rás og hvað það gæti verið sem togar helst í fólk sem flytur til Reykjanesbæjar í dag.

Elín Káradóttir fasteignasali hjá Fasteignasölunni Byr verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Heillaðist af Hveragerði og flutti þangað úr Reykjavík þegar von var á fyrsta barninu

Sjöfn Þórðar heimsækir Hveragerði heim og spjallar við Elínu Káradóttur fasteignasala og íbúa Hveragerðis. Fyrir fjórum árum tók Elín þá ákvörðun ásamt manni sínum að flytja til Hveragerðis frá Reykjavík eftir ígrundað hugsun og eftir að hafa farið að skoða bæinn hátt og lágt. Eftir bíltúr yfir Hellisheiðina í Blómabæinn var ekki aftur snúið. „Við vorum strax heilluð af bænum og sáum að hér er allt til alls og draumur að ala upp börn þar sem allt er í nánd,“ segir Elín. Þegar ákvörðunin var tekin áttu þau von á sínu fyrsta barni og vildu meðal annars velja góðan stað til að stofna fjölskyldu.

Sandra Sigurðardóttir dugnaðarforkur og fagurkeri verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Lét drauminn rætast og byggði draumahúsið sem hún hannaði sjálf

Sandra Sigurðardóttir, þriggja barna móðir, kennari og dugnaðarforkur lét drauminn rætast og hannaði sitt eigið hús, draumahúsið, og byggði með hjálp góðra manna á innan við ári. Sjöfn Þórðar heimsækir Söndru í hennar glæsilegu híbýli og fær góða innsýn í heimilisstílinn og hvernig lífið gengur fyrir sig í Hveragerði. Söndru er margt til lista lagt sem glöggt má sjá þegar komið er inn á fallegt heimili hennar í Hveragerði, bænum sem er henni þykir mjög vænt um. Sandra vill hvergi annars staðar vera og segir að gott sé að ala upp börn í Hveragerði. Það er aðdáunarvert að sjá hversu mörgu Söndru hefur tekist að koma í verk og það virðist ekkert verkefni vera of flókið fyrir hana.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Hollustuhrökkbrauð að hætti Berglindar Hreiðars sem þú verður að prófa

Nú er janúar liðinn og nýr hollustumánuður tekinn við, þar til bolluátið hefst ásamt tilheyrandi dögum, sprengidegi og öskudegi. Það er um að gera að njóta ljúffengrar hollustu þangað til. Berglind Hreiðarsdóttir, matar- og sælkerabloggari, sú besta í kökubakstri og skreytingum gerði þessi hollustu hrökkbrauð sem bragðast hrikaleg vel og avókadó smellpassar á hrökkbrauðinni. Berglindi er margt til lista lagt þegar bakstur og matargerð er annars vegar. Sunnudagar henta einstaklega vel til bakstur og gott að nýta tækifæri og undirbúa hollustu bitana fyrir vikuna.

Atli Stefán Yngvason frumkvöðull og Ægir Máni Helgason einn af eigendum Søstrene grene verða hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Skandinavískur stíll í forgrunni og pastellitir í miklu uppáhaldi

Parið Atli Stefán og Ægir Máni voru báðir mjög ungir þegar þeir eignuðust sína fyrstu eign og þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir keypt fleiri enn eina eign. Þeir búa í einstaklega fallegri íbúð í Stakkholti upp á sjöundu hæð og ber hún þess sterk merki að þarna búi fagurkerar með stílhreinan og flottan stíl. Sjöfn Þórðar heimsækir þá Atla Stefán og Ægir Mána og fær innsýn í heimilisstílinn þeirra og leyndarmálið bak við það að geta fjárfest í sinni fyrstu eign ungur á árum.

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir bloggari um sorplausan lífstíl verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Náðu að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði meðan þau bjuggu úti í Sviss

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og fjölskylda hennar fluttu heim frá Sviss í júlí á síðasta ári og meðan þau bjuggu þar úti fóru þau fjölskyldan í ákveðið lærdómsferli að minnka sorp með breyttum lífsstíl. Hin fimm manna fjölskyldan náði þeim árangri að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði sem er ótrúlegur árangur. Þegar fjölskyldan flutti heim á síðasta ári höfðu fáir trú á því að þau gæti lifað sama lífsstíl hér á landi og þau hefðu tileinkað sér úti í Sviss. Sjöfn heimsækir Þóru á Álftanesið og fær innsýn í lífsstíl fjölskyldunnar og góð ráð hvernig hægt er að gera betur þegar kemur að því að lifa sorplausum lífsstíl, í það minnsta að minnka heimilissorpið og leggja sitt af mörkum til sporna við þeirri vá sem blasir við í umhverfismálum heimsins.

Ástin svífur yfir vötnum þegar Love, nýjasta súkkulaði afurð Omnom, bráðnar í munni

Hafið þið séð fallegra hundaherbergi?

Frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum og dekri

Nú geta tilvonandi viðskiptavinir gengið um húsið, kringum það og farið upp á loft í teikningunni gegnum sýndarveruleika

Mikilvægt er að undirbúa eign vel fyrir sölu og myndatöku og nokkur atriði ber að hafa í huga

Uppskrift: Himneska salatið hennar Kaju sem tryllir bragðlaukana, hver munnbiti einkennist af nýju bragði

Rómantík og hlýleiki við arinn eða kamínu á köldum vetrardögum

Veldu fremur ull í stað gervileðurs í mubblurnar þínar

Verslunin Brynja hefur ávallt verið lykilverslun á Laugaveginum yfir 100 ár

Undanfarin misseri hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín