Heilsa & Lífstíll

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónuveirunnar - Upp kom grunur um tilvik hér á landi

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við sóttvarnarlækni og embætti landlæknis lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna kórónuveirunnar. RÚV greinir frá þessu. Það hefur verið staðfest af kínverskum heilbrigðisyfirvöldum að veiran smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Hafa kínversk yfirvöld gripið til þeirra ráða að stöðva allar lestir og hópferðabíla úr borginni Wuhan, en veiran greindist fyrst þar. Veiran breiðist mjög hratt út en í lang flest tilvika greinist veiran enn sem komið er mest í Kína, Yfirvöld í fjölmörgum löndum, meðal annars Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu hafa staðfest að veiran hafi fundist.

Atli Stefán Yngvason frumkvöðull og Ægir Máni Helgason einn af eigendum Søstrene grene verða hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Skandinavískur stíll í forgrunni og pastellitir í miklu uppáhaldi

Parið Atli Stefán og Ægir Máni voru báðir mjög ungir þegar þeir eignuðust sína fyrstu eign og þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir keypt fleiri enn eina eign. Þeir búa í einstaklega fallegri íbúð í Stakkholti upp á sjöundu hæð og ber hún þess sterk merki að þarna búi fagurkerar með stílhreinan og flottan stíl. Sjöfn Þórðar heimsækir þá Atla Stefán og Ægir Mána og fær innsýn í heimilisstílinn þeirra og leyndarmálið bak við það að geta fjárfest í sinni fyrstu eign ungur á árum.

Mynd dagsins: Gunni Helga biðst afsökunar

„Elsku bestu áhorfendur sem fenguð EKKI að sjá Mömmu klikk í dag, ég biðst afsökunar á að hafa ekki getað sýnt. Það alltaf ömurlegt að þurfa að fella niður sýningar og aldrei gert í léttúð heldur bara þegar öll sund eru lokuð.“

Ástæða þess að Íslendingar flýja fátækt og þrældóm: „Þau fátækustu [horfa] í tóman ísskápinn eða eru í efnahagslegri útlegð“

„Fólk sem kemst ekki til læknis, á ekki að borða, stundum dag eftir dag, og við gerum ekkert þessu fólki til hjálpar. Eða svo gott sem. Ríkisvaldið lokar á þetta fólk. Svo er annað fólk. Líka fátækt sem er í efnahagslegri útlegð frá Íslandi. Það fátæka fólk hafði efni á að koma sér til annars lands. Þar sem er mun auðveldara að ná en endum saman. Margt af því fólki er á Spáni. Ég er þar og sé þetta fólk oft.“

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir bloggari um sorplausan lífstíl verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Náðu að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði meðan þau bjuggu úti í Sviss

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir og fjölskylda hennar fluttu heim frá Sviss í júlí á síðasta ári og meðan þau bjuggu þar úti fóru þau fjölskyldan í ákveðið lærdómsferli að minnka sorp með breyttum lífsstíl. Hin fimm manna fjölskyldan náði þeim árangri að minnka almenna, óflokkaða sorpið úr 60 kílóum í 140 grömm á mánuði sem er ótrúlegur árangur. Þegar fjölskyldan flutti heim á síðasta ári höfðu fáir trú á því að þau gæti lifað sama lífsstíl hér á landi og þau hefðu tileinkað sér úti í Sviss. Sjöfn heimsækir Þóru á Álftanesið og fær innsýn í lífsstíl fjölskyldunnar og góð ráð hvernig hægt er að gera betur þegar kemur að því að lifa sorplausum lífsstíl, í það minnsta að minnka heimilissorpið og leggja sitt af mörkum til sporna við þeirri vá sem blasir við í umhverfismálum heimsins.

Guðmundur hættir strax sem bæjarstjóri á Ísafirði

„Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. Ástæða starfsloka er ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins. Telja aðilar það sveitarfélaginu fyrir bestu að leiðir skilji.“

Bubbi minnist bróður síns: „Mikið sakna ég hans“ - Himininn grætur

„Arthúr bróðir hefði orðið 72 ára í dag mikið sakna ég hans og hugsa till hans oftar en ekki. Hann var kraftaverk. Fæddist svo löngu fyrir tíman að það var með ólíkindum að hann lifði. Hann var mér ætíð stoð og stytta í svo mörgu. Hafði mikil áhrif á mig til góðs og ól uppí mér tónlistarsmekk sem hefur dugað.“

Hraungos myndi valda miklu tjóni: „Auðvitað er fólk óttaslegið“ - „Ef sprungan myndi ná út í sjó, yrði aska“ - Vegir og raflínu færu í sundur

Rólegt hefur verið á svæðinu í kringum Grindavík og á Reykjanesskaga í nótt. Eins og kom fram í fréttum í gær virkjuðu Almannavarnir óvissustig vegna hættu á kvikusöfnun undir fjallinu Þorbirni. Þá var litakóði fyrir flug fært á gult. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir í samtali við RÚV:

Fallegt en átakanlegt myndband af Kobe Bryant að dásama dóttur sína nístir inn að beini: „Þetta barn, hún er frábær“

Gianna, þrettán ára dóttir Kobe Bryant, stundaði körfuknattleik eins og faðir hennar og þótti mikið efni. Hún lést ásamt föður sínum í þyrluslysi í Kaliforníu í dag. Kobe Bryant var einn besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar. Er Bandaríska þjóðin slegin sem og körfuboltaaðdáendur um víða veröld. Hann lék allan sinn feril með Los Angeles Lakers. Hann varð fimm sinnum NBA-meistari með liði sínu.

Tómas Guðbjartsson segir Álverið í Straumsvík vera á líknandi meðferð: „Góðar fréttir fyrir íslenska náttúru“

„Álverið í Straumsvík hefur verið rekið með miklum halla síðast liðin misseri og ekki útlit fyrir að ástandið muni batna. Enda stærðin óhagkvæm og verksmiðjan nánast staðsett í íbúðabyggð.“

13 ára dóttir Koby Bryant látin

Hildur vann Grammy-verðlaun

Vísindin segja: Því meira kaffi sem þú drekkur, því lengur lifir þú

Þorvaldur sagði verulegar líkur á hraungosi -„Hraðinn er svo gríðarlegur að þú hleypur ekki undan því“

Andrés fullyrðir að Sjálfstæðismenn hafi haldið Krísufundi eftir nýjustu kannanir: „Stjórnmálin eru í kreppu“

Sólveig Anna fagnar afgerandi niðurstöðum atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir: „Okkar tími er núna! Ég dey úr gleði!“

Hannes líkir ummælum um Sjálfstæðisflokkinn við hatursorðræðu: „Ef hann kærir mig þá bara gerir hann það“

BIRT MEÐ LEYFI EKKJUNNAR

Afhverju þurfum við oft að kúka eftir fyrsta kaffibollann?

Segir mikilvægt að greiða úr húsnæðisvanda fatlaðra – Fólk býr á úreltum sambýlum: „Það má furðu sæta að ekki sé gripið inní“