Býður upp á ævintýra- og fjallaferðir víðs vegar um heiminn: Skrefinu Lengra hefjast 4.september

Býður upp á ævintýra- og fjallaferðir víðs vegar um heiminn: Skrefinu Lengra hefjast 4.september

Þættirnir Skrefinu lengra hefja nú göngu sína á ný eftir sumarfrí. Að þessu sinni er um að ræða fjóra þætti þar sem starfsemi Hringsjá, Ferðafélags íslands, Lean ráðgjöf, Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Rauða krossins, Retor, Kvan og Bataskóla Íslands er skoðuð. 

Í fyrsta þætti ræðir Snædís Snorradóttir við Leif Örn, eiganda íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þar fræðir Leifur áhorfendur um ýmsar ævintýra- og fjallaferðir sem hann býður hópum upp á víðs vegar um heiminn. Ýmsar útfærslur eru í boði en hóparnir geta ferðast gangandi, hjólandi eða hlaupandi.

Þá heimsækir Snædís einnig  Hringsjá sem er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. 

Missið ekki af fræðandi og skemmtilegum þætti.

Nýjast