Bára ver Gunnar Braga: „Eitt af því sem aðstandendur eiga ekki að þurfa að segja almenningi“

Bára ver Gunnar Braga: „Eitt af því sem aðstandendur eiga ekki að þurfa að segja almenningi“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins ákvað í síðustu viku að stíga til hliðar og fara í leyfi frá þingstörfum í ótilgreindan tíma. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er að sonur Gunnars Braga fótbrotnaði illa í dráttarvélaslysi. Í frétt á Vísi sagði að slysið hefði fengið mjög á Gunnar Braga en sonur hans er bóndi sem á þrjú ung börn og vildi Gunnar Bragi vera til staðar fyrir fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.

Undir fréttinni á Vísi segir Sigurður Rósant Sigurbjörnsson: „Frí á launum vegna veikinda uppkominna barna? Er það einn af dílum alþingismanna?“ Þá segir Sigurlaugur Valur Ágústsson: „Fínt að borga þessum gosa laun fyrir að sjá um eitthvert bú.“

Aðrir styðja þó við bakið á Gunnari á þessum erfiðu tímum og í þeim hópi er Bára nokkur Halldórsdóttir. Bára er eins og flestir vita manneskjan sem tók upp alþingismenn við drykkju á Klaustur bar. Bára segir:

„Sé hérna umræðu um hve mikið slys og hver aldur drengsins er og svoleiðis. Það er eitt af því sem sjúklingar og aðstandendur eiga ekki að þurfa að segja almenningi.“

Bára segir að lokum:

„Hvort hann er á launum eða ekki er líklega almennt tengt réttindum alþingismanna sem má skoða og ræða almennt örugglega og ef um veikindi er að ræða á fólk ekki að þurfa að standa svara fyrir slíkt heldur atvinnurekandinn.“

Nýjast