Ásdís Olsen skoðar Tantra og Polyamory: „Ég var sjálf með bullandi fordóma. Ég sá fyrir mér aftengda spennufíkla á höttunum eftir skyndikynnum“

Ásdís Olsen skoðar Tantra og Polyamory: „Ég var sjálf með bullandi fordóma. Ég sá fyrir mér aftengda spennufíkla á höttunum eftir skyndikynnum“

Ásdís Olsen fjallar um nýju kynlífsbyltinguna, Tantra og Polyamory sambönd í þættinum Undir yfirborðið í kvöld.  Hún ræðir m.a. við Helgu Snjólfsdóttur verkfræðing og jógakennara sem aðhyllist Tantra og hefur verið að endurskoða hugmyndir sínar og brjótast útúr norminu hvað varðar tengsl, námd og kynlíf.  Við heyrum líka í Mathildi Gregorsdóttur skólastjóra Evolvia, sem hefur valið að stunda kynlíf með manninum sínum á hverjum degi í 11 ár og segir það endalausa uppsprettu fyrir námd, nautn og vellíðan, og talar m.a. um "Bliss" og "Full Body orgasm".  Inga og Beggi eru einnig í áhugaverðu viðtali um hjónabandið sitt og fjölbreytt ástarlíf, en þau hafa valið Polyamory frekar en Monogomy, og eiga bæði kærustur og kærasta sem koma stundum í mat.  Þá er  rætt við Ragnheiði Eiríksdóttur hjúkrunarfræðing og kynlífsráðgjafa sem segir mikla opnun í gangi í samfélaginu og að margir séu að koma útúr skápnum með allskonar ástarlíf. 

„Ég var sjálf með bullandi fordóma,“ segir Ásdís Olsen umsjónarmaður þáttanna og bætir við: „Ég sá fyrir mér aftengda spennufíkla á höttunum eftir skyndikynnum sem tækju lítið tillit til tilfinninga fólks. En lítið vissi ég.“

Ásdís auglýsti á Facebook eftir viðmælendum í þáttinn og í ljós kom að sumir vina hennar eru mun frjálslyndari og áhugaverðari en hún gerði ráð fyrir.

„Þau fylgja ekki endilega hefðbundnum normum samfélagsins varðandi ástarlíf sitt. Viðmælendurnir í þessum þætti eru einstaklega fallegar og einlægar manneskjur, framúrskarandi og vel menntað fólk sem er einfaldlega miklu þroskaðra en ég,“ segir Ásdís.

Fylgstu með á sjónvarpsstöð Hringbrautar í kvöld klukkan 20:00

 

 

Nýjast