10 viðvaranir líkamans - Þessu mátt þú ekki líta framhjá

10 viðvaranir líkamans - Þessu mátt þú ekki líta framhjá

Líkaminn er þitt musteri og þér ber að fara vel með hann því þú færð ekki annan ef þú misnotar þennan sem þú fæddist í.
Oft á tíðum þá er líkaminn að reyna að segja okkur að eitthvað sé að, en oftar en ekki, þá hlustum við ekki á hann.

Sem dæmi, þú byrjar að finna fyrir verkjum og þér finnst þú vera heit/ur og afar þreytt/ur, þú heldur að það sé gott að leggja sig í smá stund, en í raunveruleikanum þá er líkaminn að segja þér að þú sért að fá kvef.

Málið er að þessar viðvaranir eru oft ekki nógu skýrar og oft erfitt að komast til botns í málinu og hvað er að orsaka verki, þreytu og hita tilfinningu.

Hér fyrir neðan eru nokkur algengustu einkennin sem við ekki skiljum alveg eða þá hvað líkaminn er að reyna að segja okkur.

Krampar í fótleggjum

Að vakna upp á nóttunni með krampa í fótlegg eða báðum er afar sársaukafullt. Aðal orsökin fyrir þessu er að fótleggir eru ekki að fá nóg af blóðflæði, en það er vegna þrenglsa í æðum.

Önnur ástæða getur verið vegna of mikillar pressu á hrygginn, en þetta er gerir oft vart við sig eftir langar göngur.

Til þess að koma í veg fyrir þessa krampa þá þarftu að borða meira af mat sem er ríkur af kalíum, mat eins og tómata, appelsínur og banana. Einnig er gott að drekka nóg af vatni yfir daginn.

Löngun í mat ákveðinn mat

Þetta er eitthvað sem allir þekkja. Að langa allt í einu í eitthvað ákveðið, eins og t.d súkkulaði eða saltaðar kartöfluflögur. Oft þá kemur þessi löngun yfir okkur vegna þess að líkamann skortir ákveðin næringarefni.

Til þess að losna við þessa löngun í ákveðin mat þá skaltu hætta að kaupa unna matvöru, saltaðar flögur og passa upp á að fá nægan svefn. Of lítill svefn getur leitt til þess að þú verður stressuð/aður sem svo aftur kveikir á löngun í sætindi og saltaðan mat.

Þurr húð

Það kemur þér eflaust á óvart hversu margir sætta sig við þurra húð. Þurr húð er ekki að hræða neinn, svo oft er þetta vandamál hundsað. En það þarf að spá í þetta. Sumir finna fyrir þurri húð þegar veturinn gengur í garð en svo aðrir á sumrin. Einnig geta sápur og þvottaefni þurrkað upp húðina.

Lausnin við þessu er að borða meira af góðri fitu. Má nefna avókadó, feitan fisk, hnetur og fræ.

Höfuðverkur

Milljónir manns um allan heim finna fyrir höfuðverk daglega. Hann getur verið vegna kvefs, sýkingar eða hita. Einnig getur höfuðverkur komið vegna of mikils stress, þunglyndis, svefnleysis, þú ert að taka of mikið af lyfjum og passar ekki upp á að borða á réttum tíma.

Gott er að borða mat sem er ríkur af magnesíum til að koma í veg fyrir daglegan höfuðverk.

Brothættar neglur

Neglur verða brothættar þegar við eldumst. Fyrir konur þá getur þetta verið merki um annað. T.d má nefna, of mikil notkun á naglalakki, homrómaójafnvægi eins og t.d þunglyndi og lélegt mataræði.

Besta lausnin er að fara til læknis og láta mæla hvaða næringarefni þig skortir.

Klofnir endar á hári

Þegar endar á hárinu eru klofnir þá tekur þú ekkert endilega eftir því. En við erum ekki að spá í útlitið hér, heldur hvað þýða klofnir endar?

Hárþurrkur og sléttujárn þurrka hárið mikið og geta þess vegna orsakað klofna enda. Einnig ef þú notar mikið af kemískum vörum í hárið þitt þá máttu búast við því að endar klofni.

Og það sem skiptir mestu máli, mataræði, þig skortir holla fitu, eins og fitu úr fisk, avókadó og ólífuolíu í mataræðið. Einfaldasta lausnin á þessu er að nota organic hárlit og leyfa hárinu að þorna án hárþurrku.

Andfýla

Öll höfum við lent í því að tala við einhvern sem er afar andfúl/l. Í flestum tilvikum má kenna mataræðinu um.

Matur sem er fastur milli tanna er farin að rotna og þá kemur þessi sterka andfýla. Einnig getur munnþurrkur verið ástæðan, án munnvatns þá er ekkert í munninum sem getur fjarlægt þessar matarleyfar.

Alvarlegustu tilvikin eru sýkingar í góm og skemmdar tennur. Besta leiðin til að losna við andfýlu er að borða ferskan mat, ekki unnin mat. Fara reglulega til tannlæknis og bursta oftar en einu sinni á dag, nota tannþráð reglulega og gott munnskol.

Uppþemba

Að finna fyrir uppþembu eftir dásamlegan jólamatinn er eitt, en að vera stöðugt með þessa tilfinningu og uppþanin maga er eitthvað sem þarf virkilega að hafa áhyggjur af. Mataræði sem saman stendur af mikið feitum mat er ein ástæða fyrir uppþembu. Einnig má kenna um magasýrum sem eru í vandræðum með að brjóta niður þennan mikið feita mat.

Einfalda lausnin er þessi, borðaðu minna feitan mat, borðaðu góða fitu. Ef uppþemban lagast ekki þá skal leita læknis.

Síþreyta

Ef þú ert þreyt eða þreyttur eftir langan vinnu dag þá er það bara eðlilegt. En ef þú ert síþreytt/ur jafnvel eftir góðan nætursvefn og heilin/n er ekki alveg að virka eins hratt og hann ætti þá getur þú verið með ójafnvægi í líkamanum varðandi næringu.

Besta leiðin til þess að koma þessu í lag er að borða meira af hollum mat og passa að það sé jafnvægi í mataræðinu. Taktu út allan fyrirfram unnin mat og borðaðu hreinan mat.

Ef þú finnur enga breytingu þá er best að leita læknis.

Óreglulegar hægðir

Það getur komið fyrir hjá öllum að hægðirnar eru óreglulegar. En ef þetta ástand er viðvarandi þá þarf að veita því athygli.

Þetta getur verið vegna lyfjanotkunar, of mikil fita í mataræðinu og ekki nógu næringaríkt mataræði.

Ef hægðir lagast ekki og verða reglulegar þá er gott að bæta í mataræðið trefjaríkum mat eins og t.d jarðaberjum, möndlum og brokkólí. Einnig þarf að muna að drekka nóg af vatni yfir daginn.

Birt í samstarfi við Heilsutorg - Sjá fleiri greinar hér.

Nýjast