Fréttir

Lilja: „Samfélagið okkar er að ganga í gegnum vitundarvakningu um málefni sem tengjast kynferðislegri áreitni“

Lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, sem byggja á tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra, um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi voru nýlega samþykkt á Alþingi. Lögin heimila ráðherra að fela þriðja aðila að sinna hlutverki samskiptaráðgjafa og á þeim grundvelli var ráðist í útboð á þjónustunni. Þrír aðilar sóttust eftir því að annast ráðgjöfina og að loknu formlegu mati var Domus Mentis – Geðheilsustöð talin hæfust. Í dag var því skrifað undir samstarfssamning ráðuneytisins og Domus Mentis.

Brynjar Níelsson skrifar:

KVART OG KVEIN: VISSU ÞETTA ÁÐUR EN ÞAU SETTUST Á ÞING

Margir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, kvarta sáran yfir því að starf þingmannsins sé ekki fjölskylduvænt. Eins og að eðli starfsins hafi verið þeim hulið þegar þeir buðu sig fram. Svona svipað að þeir sem réðu sig í vaktavinnu kæmi á óvart að þurfa að vinna stundum á kvöldin og gætu því ekki alltaf lesið fyrir börnin fyrir svefninn.

Mynd dagsins: „Þetta er svakalegt!!“ Svona var staðan á Keflavíkurflugvelli

Mynd dagsins að þessu sinni birti Björn Bjarnason fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Mikið óveður var á Reykjanesi í gær og í morgun var staðan með þeim hætti sem sjá má á myndinni.

Brynjólfur Halldór Björnsson framkvæmdastjóri verslunarinnar Brynju við Laugaveg 29 verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Verslunin Brynja hefur ávallt verið lykilverslun á Laugaveginum yfir 100 ár

Verslunin Brynja var stofnuð 8. nóvember árið 1919 af Guðmundi Jónssyni, sem var ömmubróðir núverandi eiganda Brynju, Brynjólfs Halldórs Björnssonar. Brynja fangaði því 100 ára afmæli á nýliðnu ári með pomp og prakt og í tilefni þess heimsækir Sjöfn Þórðar, Brynjólf og ræðir tilurð og sögu verslunarinnar sem hefur verið í eigu stórfjölskyldunnar meira og minna í 100 ár. Allt frá byrjun verslunarinnar, rétt eins og nú í dag eru aðal verslunarvörurnar hverskonar járnvörur og verkfæri. „Árið 1919, á fyrstu árum verslunarinnar var hún staðsett við Laugaveg 24, í sama húsi og Fálkinn. Þegar verslunin hafði verið rekin þar í 10 ár, þá festi Guðmundur Jónsson, þáverandi eigandi hennar, ömmubróðir minn, kaup á húsinu númer 29 við Laugaveg, þar sem Marteinn Einarsson hafði áður verið með sína verslun, en hann reisti stórhýsið þar sem nú er til húsa Kirkjuhúsið,“ segir Brynjólfur sem hefur staðið vaktina í Brynju í áratugi og gerir enn. Áhugaverður þáttur í kvöld þar sem sagan bak við Brynju er sögð og húsakynnum hennar eru gerð góð skil.

Linda Lyngmo verkefnastjóri hjá Íslandsbanka verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og Heimili í kvöld:

Undanfarin misseri hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín

Undanfarin misseri hafa vextir lækkað og aðgengi að lánsfé fyrir húsnæði orðið gagnsæjara og auðveldara en áður var. Sjöfn Þórðar heimsækir Lindu Lyngmo verkefnastjóra hjá Íslandsbanka og ræðir nánar um endurfjármögnum á húsnæðislánum, hvað það þýðir, þróunina og helstu ástæður þess að einstaklingar sækja um endurfjármögnun á húsnæðislánum sínum. „Undanfarin ár hefur fólk í auknum mæli endurfjármagnað húsnæðislánin sín og hjá Íslandsbanka hefur hlutfallið undanfarin 2-3 ár verið um 50% af öllum lánveitingum,“ segir Linda og hvetur einstaklinga að verða meðvitaða og fylgjast vel með markaðinum.

Áslaug Arna: „Almenningur á að geta borið mikið traust til lögreglunnar“

Lögregluráð hefur nú tekið til starfa. Í ráðinu eiga sæti allir lögreglustjórar landsins auk ríkislögreglustjóra sem verður formaður þess.

Ekkert ferðaveður um allt land eftir hádegi í dag - Skafhríð, lélegt skyggni og samgöngutruflanir

Mikil vetrarfærð er um mest allt land og ekkert ferðaveður verður um allt landið eftir hádegi í dag ef veðurspá gengur eftir. Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð en búist er við hríð á Vestfjörðum og Norðurlandi ásamt stormi víða um land seint í dag og á morgun.

Banaslys á Reykjanesbraut við Straumsvík í gærkvöldi

Um tuttugu mínútur yfir níu í gærkvöldi varð alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut við Straumsvík samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr fastur í vél á Leifsstöð: „Ekki ætur biti í vélinni“

Weather status for Polish and English speaking people

Mynd dagsins: Mælum með að allir haldi kyrru fyrir

Kristján segir viðbrögð íslenskra stjórnvalda við ástandinu í Íran tifandi og veik

Egill hugleiðir hvers vegna sigurinn er sætari gegn Dönum: „Danahatur er varla mjög útbreitt lengur“

Hækkanir á nýju ári

Björgunarsveitarfólk bjargaði konu úr sjálfheldu

Nokkrar staðreyndir um flugelda

Andrés gagnrýnir Helga Seljan og Eirík Guðmundsson fyrir færslur á samfélagsmiðlum

Ömurlegt að tilheyra starfsstétt sem er smánuð og kölluð afæta í kommentakerfunum

Karl Gauti minnist Ólafs: „Þáði ég af hon­um mörg holl ráð og gagn­leg­ar ábend­ing­ar“

Hlustum meira og berum virðingu fyrir eldra fólki: Þroski má vega þyngra en æska

Myndbönd

Suðurnesjamagasín Víkurfrétta - 23. janúar 2020

24.01.2020

Heilsugæslan - 23. janúar 2020

24.01.2020

Mannamál - Magnús Geir Þórðarson - 23. janúar 2020

24.01.2020

Tuttuguogeinn - fimmtudagskvöld 23. janúar 2020

24.01.2020

Viðskipti með Jóni G. - 22. janúar 2020 - Anna Steinsen

23.01.2020

Saga og samfélag - 22. janúar 2020

23.01.2020

Viðskipti með Jóni G. - 22. janúar 2020

23.01.2020

Tuttuguogeinn - miðvikudagskvöld 22. janúar 2020

23.01.2020

Tuttuguogeinn - þriðjudagskvöld 21. janúar 2020

22.01.2020

Fasteignir og heimili - 20. janúar 2020

21.01.2020

Tuttuguogeinn - mánudagskvöld 20. janúar 2020

21.01.2020

21 í kvöld, 20. janúar 2020

20.01.2020