Vill að orkufyrirtækin leggi 100 milljónir inn á hetjurnar í björgunarsveitunum

Mikið rafmagnsleysi hefur verið norður í landi og benda orkufyrirtækin, ríkisstjórnin, landeigendur og umhverfisverndarinnar hvor á annan. Björgunarsveitarfólk hafi lagt líf sitt og limi í hættu til að koma til aðstoðar eftir storminn. En sér ekki fyrir endann á eftirköstunum. En Egill Helgason telur sig hafa lausnina og segir á Eyjunni:

„Við höfum ekki her, lögreglulið er fámennt, án björgunarsveitanna væri í raun ekki hættandi á að búa í þessu landi – svo þýðingarmiklar eru þær. Þær eru ein grunnstöð samfélagsins.“

Þá vitnar Egill í Hermann Guðmundsson, forstjóra Kemi, sem stakk upp á eftirfarandi hugmynd:

 „Þegar maður hlustar á Sprengisand þá legg ég til að Rarik, Landsnet og Landsvirkjun leggi samtals 100 milljónir inná bankareikning Landsbjargar.

Það myndi annars vegar koma á móti útlögðum kostnaði og hins vegar liðka fyrir tækjakaupum.

Án Björgunarsveitanna hefðu öll okkar vandamál orðið miklu erfiðari.“

Um þessa hugmynd segir Egill:

„100 milljónir, jú. Upphæðin mætti að ósekju vera hærri.“