Vilja að bjarni ben taki ábyrgð: „skilið peningunum“

„Rík­is­stjórn ykk­ar verður að neyða ís­lenska fyr­ir­tækið, Sam­herja, til þess að skila pen­ing­un­um til namib­ísku þjóðar­inn­ar.“

Þetta kemur fram í áskorun sem hópur Namibíumanna í Bandaríkjunum afhenti sendiherra Íslands í Washington í gær. Mbl.is greinir frá. Áskorunin var birt á Facebook-síðu þeirra

Vitnað er í orð Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra, frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem einnig er að finna í erlendum miðlum um að mögulega væri að finna rót vandans í spilltri ríkisstjórn Namibíu. Bjarni Benediktsson sagði:

„Það er nú kannski líka það sem er slá­andi og svo sem lengi vitað að spill­ing­in í þess­um lönd­um – auðvitað er rót vand­ans í þessu til­tekna máli veikt og spillt stjórn­kerfi í land­inu. Það virðist vera ein­hvers kon­ar rót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“

Er þetta harðlega gagnrýnt af hópnum og vilja þeir að íslenska ríkisstjórnin taki ábyrgð í Samherjamálinu.  

 „Við erum ekki sam­mála þessu og við kom­um hingað til að segja þér að þannig er ekki í pott­inn búið.“