Dísa í World Class er gestur Jóns G. í kvöld: 450 starfsmenn og 44 þúsund viðskiptavinir

Viðskipti með Jóni G. í kvöld:

Dísa í World Class er gestur Jóns G. í kvöld: 450 starfsmenn og 44 þúsund viðskiptavinir

Hafdís Jónsdóttir, frkvstj. Lauga Spa
Hafdís Jónsdóttir, frkvstj. Lauga Spa

Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, eða Dísa í World Class, eins og hún er jafnan nefnd er gestur Jóns G. í kvöld.  Viðtalið við hana er líflegt og skemmtilegt. Hún er lærður danskennari frá New York og segir frá árunum í stórborginni. Fyrirtæki hennar og eiginmannsins, Björns Leifssonar, er allt að því stóriðja; þau eru með 450 manns í vinnu og viðskiptavinirnir eru yfir 44 þúsund. Eins og mörg góð ævintýri byrjaði það árið 1985 sem lítil líkamsræktarstöð á um 300 fermetrum. Núna er World Class á 15 stöðum og auðvitað allt annað dæmi en í upphafi - svo fjölbreyttar eru líkamsræktarstöðvarnar. 

Fróðleikur með ferskum blæ kl. 20:30 í kvöld og á 2ja tíma fresti eftir það - svo auðvitað á tímaflakkinu.

Nýjast