Viðskipti með Jóni G. hefst að nýju í kvöld – Rætt við forstjóra Vivaldi og forstjóra Nasdaq Iceland

Viðskipti með Jóni G. hefst að nýju í kvöld – Rætt við forstjóra Vivaldi og forstjóra Nasdaq Iceland

Jón von Tetzchner og Páll Harðarson
Jón von Tetzchner og Páll Harðarson

Viðskiptaþáttur Hringbrautar, Viðskipti með Jóni G., hefur göngu sína að nýju í kvöld eftir sumarleyfi. Líkt og nafnið gefur til kynna fer Jón G. Hauksson sem fyrr með stjórn þáttarins.

Í þættinum í kvöld ræðir Jón G. við Jón von Tetzchner, fjárfesti og forstjóra Vivaldi. Vivaldi er íslenskur vafri þar sem persónuverndin er í fyrirrúmi. Jón von Tetzchner ræðir um helstu nýjungar vafrans, keppnina við Google, vaxandi gagnrýni á mikla söfnun upplýsinga um náungann hjá tæknirisunum vestanhafs og Gróttu, en Vivaldi hefur verið einn helsti styrktaraðili íþróttafélagsins undanfarin ár.

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, er einnig gestur í þættinum í kvöld. Hann ræðir um sumarið í Kauphöllinni, útlitið í efnahagsmálum, græn bréf og stuðning Nasdaq við Hinsegin daga, sem fara fram um þessar mundir.

Viðskipti með Jóni G. er á dagskrá Hringbrautar í kvöld klukkan 20:30.

Nýjast