„við sem þjóð gætum aldrei fyrirgefið okkur“

Halldór Halldórsson, stjórnarmaður í ofanflóðasjóði, er ósáttur með að tekinn hafi verið peningur úr sjóðnum og notaður í annað á meðan snjóflóðavarnargarðar hafa ekki verið byggðir á mörgum stöðum.

„Það var farið af stað með metnaðarfulla áætlun eftir hörmungarnar 1995. Verkefnin bíða á færibandi og eru tilbúin og sveitastjórnarfólk hefur verið kalla eftir þeim. Við höfum næstum þrjá milljarða í tekjur en tveir milljarðar hafa verið settir í eitthvað annað,“ sagði Halldór í Silfrinu í morgun.  

Hann benti á að átta til tólf staðir væru á landinu sem eftir eigi að klára snjóflóðavarnargarða á og segir að það væri ófyrirgefanlegt ef snjóflóð féllu þar:

„Við sem þjóð gætum aldrei fyrirgefið okkur ef það féllu snjóflóð á þá staði sem væru óvarðir.“

Samkvæmt áætluninni frá 1995 hafi verkið átt að hafa klárast árið 2010. Miðað við fjárheimildir síðustu ára verði það hins vegar ekki búið fyrr en 2060.

„Og það er bara hneyksli.“