Veldu fremur ull í stað gervileðurs í mubblurnar þínar

Þegar við veljum okkur húsgögn og heimilistæki eiga þau að endast árum saman og mikilvægt er að velja vönduð húsgögn sem eru ekki full af eiturefnum.  Það er deginum ljósara að vönduð húsgögn kosta sitt fyrir vikið.  Mikilvægt er því að vanda valið og kanna gæði vörunnar áður en ráðist er í kaup.  Þó gæðavara sé oftast dýrari, í flestum tilvikum, þá endist hún lengur og líkleg til að vera laus við óþarfa eiturefni.

Þegar við veljum okkur sófa, stóla og þess konar mubblur er gott ráð að velja fremur ull í stað gervileðurs.  Oftar en ekki segir sölumaðurinn að það sé auðvelt að þrífa gervileðrið eða örtrefjaefnið í sófanum sem hann er að reyna selja þér.  En hann segir ekki um leið að þú sért að bera plast og/eða sófa fullan af eiturefnum inn á heimilið ef þú festir kaup á slíkum grip.  Gervileður og margt örtrefjaefni er gert úr pólýúretani eða PVC.  Sófa klæddir bómull eða ull eru talsvert betri fyrir heilsuna og umhverfið. Þess er líka vert að geta að það er oftast hægur vandi að taka efnið af sófanum og því það í þvotti.