Er jón skotfastasti handboltamaður íslandssögunnar?

Jón Hjaltalín Magnússon er að mörgum talinn vera skotfastasti maður í íslenskum handbolta frá upphafi. Á sínum tíma var boltahraði hans mældur 95 km/klst eins og fram kemur í viðtali Sigurðar K. Kolbeinssonar, þáttastjórnanda í þættinum Lífið er lag. Þátturinn er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.30 í kvöld. 

Þar fjallar Jón m.a. um fyrsta sigur íslenska handboltalandsliðsins á Dönum í apríl 1968.  Auk viðtals við Jón verður spjallað við Vilhjálm Bjarnason fyrrv. Alþingismann um skerðingar á lífeyri eldri borgara.

Þá verður Félag eldri borgara í Kópavogi heimsótt og Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri félagsins tekinn tali.

Einnig verður rætt við Svanfríði Önnu Lárusdóttur frá Landsbjörg en í því viðtali kemur m.a. fram að Landsbjörg býður eldri borgurum upp á fría þjónustu þegar kemur að því að laga eitt og annað á heimili eldri borgara sem þeir eiga sjálfir í erfiðleikum með að sinna.

Þetta er 10. þáttur af 12 á þessu haustmisseri.  kvikmyndataka utanhúss er í umsjón Friðþjófs Helgasonar.

Þátturinn er sýndur eins og áður segir á Sjónvarpsstöðinni Hringbraut klukkan: 20:30 í kvöld