ÚTVARPSSTJÓRI SAKAR RÚV UM HLUTDRÆGNI

Væringar milli fjölmiðla:

ÚTVARPSSTJÓRI SAKAR RÚV UM HLUTDRÆGNI

 

Eftir viðtal forsætisráðherra við Útvarp Sögu í síðustu viku höfðu tveir fréttamenn RÚV samband við útvarpsstöðina og óskuðu eftir leyfi til að fá að birta hljóðbrot úr viðtalinu. Þir fengu heimild hjá útvarpsstjóra Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur, en birtu ekki hljóðbrotin þrátt fyrir að um stórfrétt væri að ræða.

Þetta segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Sögu í leiðara sem hún hefur skrifað forsætisráðherra til varnar.

“Hins vegar voru birtar yfirlýsingar og gagnrýni á ráðherrann frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og Svandísi Svavarsdóttur, alþingismanni V-Grænna, þar sem þau furðuðu sig á því, að forsætisráðherra gæfi ekki fullnægðandi skýringar á málinu og talaði ekki við RÚV. Það er engu líkara en hin raunverulega frétt um Sigmund Davíð og þau ummæli sem hann lét falla á Útvarpi Sögu hafi verið stöðvuð af ósynilegum"hulduher" inná fréttastofu RUV. Fréttastofan hafi  í raun og veru ekki viljað setja útskýringar forsætisráðherra í loftið, eins og þær birtust á Útvarpi Sögu,” skrifar Arnþrúður í leiðara sínum.

Hún segir það ekki skipta höfuðmáli hvar menn tjá skoðanir sínar. “EÚV á enga kröfu á hendur stjórnmálamönnum, að þeir tali fyrst og fremst við ríkisfjölmiðilinn. RÚV er með undir höndum ummæli frá forsætisráðherra og hefur alla möguleika á að birta þau með góðfúslegu leyfi frá Útvarpi Sögu, en sannarlega mættu koma fram skýringar á því afhverju það hentar þeim ekki. Sú spurning hlýtur að vakna og er aðkallandi fyrir almenning að vita hver stjórnar í raun fréttaflutningi á RÚV.”

Nýjast