Um 15 manns sagt upp vegna loðnubrests

Í Fjarðabyggð er þegar búið að segja upp um 15 manns vegna loðnubrests. Ef fram fer sem horfir og aflabrestur verður í loðnu munu laun starfsmanna í sjávarútvegi lækka um 13 prósent og launatekjur íbúa í sveitarfélaginu munu lækka um fimm prósent. Þetta kom fram í greinargerð fjármálastjóra Fjarðabyggðar í morgun og Mbl.is greinir frá.

Í greinargerðinni segir að á meðan staðan sé svona verður ekki ráðið í ýmis tíma­bund­in störf. Einnig segir að lík­leg lang­tíma­áhrif muni leiða til frek­ari fækk­un­ar starfs­fólks og að velta fyr­ir­tækja sem eru bein­tengd þjón­ustu við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in muni lækka um nærri 600 millj­ón­ir króna. Þá muni tekj­ur sveit­ar­sjóðs og hafn­ar­sjóðs lækka um 260 millj­ón­ir króna frá fjár­hags­áætl­un ársins 2019. Sam­drátt­ar­ muni einnig gæta í öðrum at­vinnu­grein­um og smit­ast um sam­fé­lagið.

Að meðaltali hefur tæplega 40 prósent af öllum loðnuafla síðustu 5 ára komið að að landi í Fjarðabyggð, að því er kemur fram í frétt Mbl.is. Útflutn­ings­verðmæti loðnu­af­urða sem komu að landi í sveitarfélaginu námu um 10 millj­örðum króna á síðasta ári.