Tveir menn ruddust inn á heimili og réðust á húsráðanda

Tveir menn ruddust inn á heimili og réðust á húsráðanda

Lögreglan á höfuðborgarsvæði barst tilkynning um tvo aðila sem höfðu ruðst inn í íbúð í miðborginni og veittust að húsráðanda. Stuttu síðar óku þeir á brott á bifreið. Það var svo lögreglubifreið sem kom auga á bifreiðina stuttu seinna þar sem henni var ekið austur Bústaðaveg. Lögreglumenn gáfu ökumanni merki um að stöðva akstur sem hann gerði ekki og hófst þá eftirför.

Að lokum stöðvaði ökumaður bifreiðina og var hann ásamt einum farþega handteknir. Reyndust þeir báðir vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna ásamt því að vera með fíkniefni meðferðis. Ekki er vitað hvað þeim stóð til en þeir gista báðir fangageymslu lögreglu þar til hægt verður að taka af þeim skýrslu varðandi málið.

Nýjast