Trumpar á trúnó

Fyrsta bylgjan afstaðin, þjóðin búin að rasa út og ákveða að allt Klausturgengið eigi að segja af sér. Enginn þeirra þó búinn að því. Önnur bylgjan fer af stað og síðan vaknar sú þriðja: Sumum þykir ósmekklegt að birta og leiklesa fyllerísröflið. Fjórða bylgjan var síðan Lilja …

Það tekur íslensku meðvirknina jafnan þrjá daga að malla í gang. Svo fer lestin af stað, og margir stökkva um borð. Fólk þekkir viðkomandi, kannast við fjölskylduna, þykir þetta leiðinlegt, konu hans vegna, eða barnanna, hvers eiga þau að gjalda? Hann var nú bara fullur, þetta er ekki sá maður sem ég þekki. Það var heimskudufti hellt út í drykkina þeirra! Og svo tóku þjónarnir þetta upp! Plott!

Hér má þó minna á að lekar eru lýðræðisleg hefð. Þeir eru nauðsynlegir. Þýski blaðamaðurinn Günter Wallraff ruddi brautina á síðustu öld, dulbjó sig til dæmis sem Tyrkja og fór inn í stórfyrirtæki vopnaður upptökugræjum; afhjúpaði þar fordóma og mannfyrirlitningu. Allar götur síðan hafa blaðamenn nýtt slíkar leiðir, skemmst er að minnast afhjúpana á spillingarmálum innan alþjóðafótboltans. Nú er tæknin orðin slík að ónefndur sími í salnum getur skilað sömu ómælisvinnu og Wallraff lagði á sig í sjöunni. 

Já, dæmin um slíkar hleranir eru mýmörg í ótal löndum. Eiga að gilda aðrar reglur hérlendis? Fámennis og frændsemi vegna?

Hverfst um miðjuna

Þingmenn, fyrrum forsætisráðherra og fyrrum utanríkisráðherra sitja að sumbli, á alltof opinberum plottfundi og reyna að tæla tvo þingmenn yfir í flokkinn sinn. Tal þeirra angar af mannfyrirlitningu, kvenfyrirlitningu og ómannúðlegu gríni í garð fatlaðra. Samtalið ber vitni um ljótan og langþróaðan eineltishúmor í þessum hópi þar sem allar konur eru kyngervðar, sumar jafnvel vegggervðar! Á #metoo-tímum er birting slíkra hluta réttlát og nauðsynleg. Tjaldið fellur og nokkrir litlir karlar standa eftir með kjarna sinn beraðan, kjarna sem fullur er af biturleika, svikabrigslum, umtaksillindum og dónaskap: Konur eru eingöngu dæmdar út frá miðju sinni, sumar eru heitar, aðrar ekki, enn aðrar eru kenndar við kuntur, klessur, tíkur, eyjur, seli,

https://stundin.is/grein/8044/

„dæmi sem ég gæti hugsað mér“, „skrokkur sem typpið mitt dugir í“.